Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:02 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. „Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“ Geðheilbrigði Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“
Geðheilbrigði Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira