Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2025 08:20 Það er afstaða Framsóknar að með tilmælunum sé of langt gengið í afskiptum af einkalífi fjölskyldna. Getty Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“ Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“
Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira