Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2025 11:08 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skora hæst meðal þeirra sem telja formenn hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um frammistöðu formanna flokkanna á þessu kjörtímabili. Spurt var hversu vel eða illa fólki finnist formenn stjórnmálaflokka hafa staðið sig á þessu kjörtímabili. Sextíu prósent telja Kristrúnu hafa staðið sig vel, 46 prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og eru aðrir formenn með lægri tölur í þeim flokki. Þannig telja 24 prósent Ingu Sæland formann Flokks fólksins hafa staðið sig vel, 21 prósent Sigmund Davíð, 14 prósent Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa staðið sig vel og síðan eru einungis 12 prósent sem telja Sigurð Inga hafa staðið sig vel á þessu kjörtímabili. Könnunin fór fram dagana 8. til 15. október og voru svarendur 1232 talsins. Maskína Fleiri ánægðir með Kristrúnu og Þorgerði en Ingu 61 prósent svarenda telja bæði Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins hafa staðið sig illa. Þar á eftir kemur Sigurður Ingi en 58 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Tæpur helmingur telur Ingu Sæland hafa staðið sig illa eða 47 prósent, 33 prósent telja Þorgerði Katrínu hafa staðið sig illa en einungis 22 prósent telja Kristrúnu hafa staðið sig illa. Meðal þeirra sem telja formennina hafa staðið sig í meðallagi er Sigurður Ingi efstur með 30 prósent og Inga Sæland með 28 prósent. Þá telja 25 prósent Guðrúnu hafa staðið sig í meðallagi vel, 21 prósent Þorgerði Katrínu, Kristrún í 19 prósentum og Sigmundur Davíð í 18 prósentum. 2025-10-Frammistaða_formanna-Maskínuskýrsla_(002)PDF2.1MBSækja skjal Kjósendur þriggja flokka óánægðastir með sína formenn Ánægja með störf formannanna er að miklu leyti í takti við flokkslínur og hvað svarendur myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú. Athyglisverð er hinsvegar óánægja þeirra sem kusu flokkana í síðustu Alþingiskosningum. Þannig telja einungis 1,6 prósent sem kusu Samfylkinguna síðast Kristrúnu hafa staðið sig illa, 6,4 prósent kjósenda Viðreisnar í síðustu kosningum telja Þorgerði Katrínu hafa staðið sig illa en 22,4 prósent kjósenda Flokks fólksins eru óánægðir með Ingu Sæland. Um tíu prósent kjósenda Miðflokksins í síðustu Alþingiskosningum telur Sigmund Davíð hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Á meðan telja 31,1 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa staðið sig illa. Þá telja 37,6 prósent kjósenda Framsóknar Sigurð Inga hafa staðið sig illa á þessu kjörtímabili. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um frammistöðu formanna flokkanna á þessu kjörtímabili. Spurt var hversu vel eða illa fólki finnist formenn stjórnmálaflokka hafa staðið sig á þessu kjörtímabili. Sextíu prósent telja Kristrúnu hafa staðið sig vel, 46 prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og eru aðrir formenn með lægri tölur í þeim flokki. Þannig telja 24 prósent Ingu Sæland formann Flokks fólksins hafa staðið sig vel, 21 prósent Sigmund Davíð, 14 prósent Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa staðið sig vel og síðan eru einungis 12 prósent sem telja Sigurð Inga hafa staðið sig vel á þessu kjörtímabili. Könnunin fór fram dagana 8. til 15. október og voru svarendur 1232 talsins. Maskína Fleiri ánægðir með Kristrúnu og Þorgerði en Ingu 61 prósent svarenda telja bæði Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins hafa staðið sig illa. Þar á eftir kemur Sigurður Ingi en 58 prósent telja hann hafa staðið sig illa. Tæpur helmingur telur Ingu Sæland hafa staðið sig illa eða 47 prósent, 33 prósent telja Þorgerði Katrínu hafa staðið sig illa en einungis 22 prósent telja Kristrúnu hafa staðið sig illa. Meðal þeirra sem telja formennina hafa staðið sig í meðallagi er Sigurður Ingi efstur með 30 prósent og Inga Sæland með 28 prósent. Þá telja 25 prósent Guðrúnu hafa staðið sig í meðallagi vel, 21 prósent Þorgerði Katrínu, Kristrún í 19 prósentum og Sigmundur Davíð í 18 prósentum. 2025-10-Frammistaða_formanna-Maskínuskýrsla_(002)PDF2.1MBSækja skjal Kjósendur þriggja flokka óánægðastir með sína formenn Ánægja með störf formannanna er að miklu leyti í takti við flokkslínur og hvað svarendur myndu kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga nú. Athyglisverð er hinsvegar óánægja þeirra sem kusu flokkana í síðustu Alþingiskosningum. Þannig telja einungis 1,6 prósent sem kusu Samfylkinguna síðast Kristrúnu hafa staðið sig illa, 6,4 prósent kjósenda Viðreisnar í síðustu kosningum telja Þorgerði Katrínu hafa staðið sig illa en 22,4 prósent kjósenda Flokks fólksins eru óánægðir með Ingu Sæland. Um tíu prósent kjósenda Miðflokksins í síðustu Alþingiskosningum telur Sigmund Davíð hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Á meðan telja 31,1 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa staðið sig illa. Þá telja 37,6 prósent kjósenda Framsóknar Sigurð Inga hafa staðið sig illa á þessu kjörtímabili.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira