„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:00 Sólveig, kennari við Háskóla Íslands er stolt af nemendum sínum í íslensku sem annað mál en ungu konurnar á myndinni eru afburðanemendur sem leggja hart að sér. Vísir/Sigurjón Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. Þær eru fjölmargar bölsýnisfréttirnar um stöðu íslenskunnar en Sigríður Hagalín, rithöfundur og fréttakona, vakti þó í gær athygli á fjölda erlendra nema sem lærir nú íslensku sem annað mál í háskólanum. Nemendurnir í ár telja 734 og fjölgar í hópnum ár frá ári. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, kennari við deildina, segir marga nemendur heillast af íslensku og sumir þeirra byrji jafnvel að yrkja. Hún þekki dæmi þess að nemendur sem hafi ekki ort á sínu móðurmáli áður fari að semja ljóð á íslensku. Frá hennar sjónarhóli sé runnin upp gullöld íslenskrar tungu. „Það er ekki hægt að upplifa meiri auðmýkt og virðingu fyrir því að fólk, hvaðanæva úr heiminum, sem tekur þátt í þessu verkefni sem íslenskan er,“ segir Sólveig sem er yfir sig stolt af nemendum sínum. Finnst orðið jökulhlaup fallegast Það var ástin sem dró Dóru Patkó sem er frá Ungverjalandi til Íslands árið 2021. Hún er annars árs nemi og gengur henni vel að læra. Henni finnst námið vel uppbyggt en auk hefðbundinnar íslenskukennslu er líka frætt um íslenska menningu í tímum. „Hún er svo rík og hefur upp á svo margt að bjóða. Tónlistin og bókmenntirnar eru svo sérstakar og tilfinningaríkar. Íslendingar geta almennt verið feimnir með tilfinningar sínar en ekki þegar þeir tjá sig í gegnum list. Bækurnar og tónlistin þeirra er hreinlega að springa úr tilfinningum og úr fallegum orðum eins og „jökulhlaup“ og svoleiðis. Ég elska það." Dóra er sérstaklega hrifin af textasmíði tónlistarkonunnar Unu Torfa. Það hafi verið sérstök upplifun, eftir því sem á leið á í íslenskunáminu, að ná að skilja skyndilega inntakið í lögum Unu. „Í fyrsta skiptið sem ég skildi nokkra parta í lagi þá fór ég bara að gráta því lagið snerti mig á allt annan hátt þegar ég skildi textann," segir Dóra. Skrifar íslenska vísindaskáldsögu Anastasiia Chernova kom til Íslands frá Úkraínu í mars árið 2023. Hún hefur skrifað nokkrar bækur á úkraínsku en núna vinnur hún að vísindaskáldsögu á íslensku. Sjálf er hún afskaplega hrifin af Eldunum eftir Sigríði Hagalín því henni fannst bókin búa yfir svo mörgu af því sem henni þykir heillandi við Ísland; jarðfræði, náttúran tilfinningar og fjölskyldumál. Anastasiia var spurð hvort hún ætti sér uppáhalds íslenskt orð sem hún hefði lært í náminu og það stóð ekki á svari. Henni finnst orðið landkynning ná vel utan um hlutverk sitt á Íslandi því hún hjálpar öðrum Úkraínumönnum að læra inn á íslenska tungu og menningu. „Ég elska Ísland og íslenska tungumálið frá dýpstu hjartarótum. Þetta orð, landkynning, passar við mig.“ Draumurinn um íslenska tungu kviknaði við tíu ára aldur Hin ítalska Rebecca Corposanto er tæplega tvítug. Hún býr að því að hafa áður verið í skiptinámi á Íslandi og fengið góðan grunn í íslensku. Tenging hennar við íslenska tungu nær langt aftur. Hana hefur nefnilega dreymt um að læra íslensku síðan hún var tíu ára stúlka á ítalíu þegar hún rakst á bók föður síns um íslenskt mál. „Ég bara stal bókinni og byrjaði að læra og fannst þetta æðislegt.“ Hún hefur náð miklum árangri og náð góðum tökum á tungumálinu, það fór ekki á milli á mála að hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún sagðist, aðspurð, stolt af sjálfri sér en hún vildi í sömu andrá sýna fjölskyldunni sem hún bjó hjá í skiptináminu þakklæti fyrir stuðninginn, sem og fjölskyldu sinni á Ítalíu og ekki síst kennurunum í náminu. „Ég gæti ekki gert þetta ein.“ Draumurinn rættist? „Já, en ég ætla ekki að stoppa. Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur,“ segir Rebecca staðföst og brosir breitt. Íslensk tunga Íslensk fræði Háskólar Ljóðlist Ítalía Ungverjaland Úkraína Bókmenntir Tengdar fréttir Þetta er ekki gervigreind Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. 5. nóvember 2025 11:32 Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. 26. júní 2025 19:01 „Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. 4. september 2024 20:25 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þær eru fjölmargar bölsýnisfréttirnar um stöðu íslenskunnar en Sigríður Hagalín, rithöfundur og fréttakona, vakti þó í gær athygli á fjölda erlendra nema sem lærir nú íslensku sem annað mál í háskólanum. Nemendurnir í ár telja 734 og fjölgar í hópnum ár frá ári. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, kennari við deildina, segir marga nemendur heillast af íslensku og sumir þeirra byrji jafnvel að yrkja. Hún þekki dæmi þess að nemendur sem hafi ekki ort á sínu móðurmáli áður fari að semja ljóð á íslensku. Frá hennar sjónarhóli sé runnin upp gullöld íslenskrar tungu. „Það er ekki hægt að upplifa meiri auðmýkt og virðingu fyrir því að fólk, hvaðanæva úr heiminum, sem tekur þátt í þessu verkefni sem íslenskan er,“ segir Sólveig sem er yfir sig stolt af nemendum sínum. Finnst orðið jökulhlaup fallegast Það var ástin sem dró Dóru Patkó sem er frá Ungverjalandi til Íslands árið 2021. Hún er annars árs nemi og gengur henni vel að læra. Henni finnst námið vel uppbyggt en auk hefðbundinnar íslenskukennslu er líka frætt um íslenska menningu í tímum. „Hún er svo rík og hefur upp á svo margt að bjóða. Tónlistin og bókmenntirnar eru svo sérstakar og tilfinningaríkar. Íslendingar geta almennt verið feimnir með tilfinningar sínar en ekki þegar þeir tjá sig í gegnum list. Bækurnar og tónlistin þeirra er hreinlega að springa úr tilfinningum og úr fallegum orðum eins og „jökulhlaup“ og svoleiðis. Ég elska það." Dóra er sérstaklega hrifin af textasmíði tónlistarkonunnar Unu Torfa. Það hafi verið sérstök upplifun, eftir því sem á leið á í íslenskunáminu, að ná að skilja skyndilega inntakið í lögum Unu. „Í fyrsta skiptið sem ég skildi nokkra parta í lagi þá fór ég bara að gráta því lagið snerti mig á allt annan hátt þegar ég skildi textann," segir Dóra. Skrifar íslenska vísindaskáldsögu Anastasiia Chernova kom til Íslands frá Úkraínu í mars árið 2023. Hún hefur skrifað nokkrar bækur á úkraínsku en núna vinnur hún að vísindaskáldsögu á íslensku. Sjálf er hún afskaplega hrifin af Eldunum eftir Sigríði Hagalín því henni fannst bókin búa yfir svo mörgu af því sem henni þykir heillandi við Ísland; jarðfræði, náttúran tilfinningar og fjölskyldumál. Anastasiia var spurð hvort hún ætti sér uppáhalds íslenskt orð sem hún hefði lært í náminu og það stóð ekki á svari. Henni finnst orðið landkynning ná vel utan um hlutverk sitt á Íslandi því hún hjálpar öðrum Úkraínumönnum að læra inn á íslenska tungu og menningu. „Ég elska Ísland og íslenska tungumálið frá dýpstu hjartarótum. Þetta orð, landkynning, passar við mig.“ Draumurinn um íslenska tungu kviknaði við tíu ára aldur Hin ítalska Rebecca Corposanto er tæplega tvítug. Hún býr að því að hafa áður verið í skiptinámi á Íslandi og fengið góðan grunn í íslensku. Tenging hennar við íslenska tungu nær langt aftur. Hana hefur nefnilega dreymt um að læra íslensku síðan hún var tíu ára stúlka á ítalíu þegar hún rakst á bók föður síns um íslenskt mál. „Ég bara stal bókinni og byrjaði að læra og fannst þetta æðislegt.“ Hún hefur náð miklum árangri og náð góðum tökum á tungumálinu, það fór ekki á milli á mála að hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún sagðist, aðspurð, stolt af sjálfri sér en hún vildi í sömu andrá sýna fjölskyldunni sem hún bjó hjá í skiptináminu þakklæti fyrir stuðninginn, sem og fjölskyldu sinni á Ítalíu og ekki síst kennurunum í náminu. „Ég gæti ekki gert þetta ein.“ Draumurinn rættist? „Já, en ég ætla ekki að stoppa. Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur,“ segir Rebecca staðföst og brosir breitt.
Íslensk tunga Íslensk fræði Háskólar Ljóðlist Ítalía Ungverjaland Úkraína Bókmenntir Tengdar fréttir Þetta er ekki gervigreind Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. 5. nóvember 2025 11:32 Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. 26. júní 2025 19:01 „Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. 4. september 2024 20:25 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta er ekki gervigreind Hópur háskólanema situr í kennslustofu í Árnagarði í Háskóla Íslands, fylgist af alvöruþrunginni athygli með því sem fram fer á sjónvarpsskjá og glósar af kappi. 5. nóvember 2025 11:32
Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. 26. júní 2025 19:01
„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. 4. september 2024 20:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent