Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 16:37 Snorrabraut 79 og Flóki by Guesthouse Reykjavík eru innsigluð. Samsett Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. „Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum. Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira