Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 10:50 Reykjavíkurborg ætlar að láta framkvæma úttekt. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti þann 16. október að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út ágalla á framkvæmdum við laugina. Að úttekt lokinni á að fela borgarlögmanni eftir atvikum að meta réttarstöðu Reykjavíkurborgar gagnvart framkvæmdaaðilum. Menningar- og íþróttaráð fundaði einnig um úttektina þann 31. október. „Ljóst er að potturinn er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna á fundinum. Lauginni lokað fjórum sinnum Málið hófst í apríl þegar borgin tilkynnti að Vesturbæjarlaug yrði lokað í fjórar vikur í maí og júní svo hægt væri að sinna viðhaldi. Sinna þurfti verkefnum eins og að mála laugarkerið, skipta út rennibraut, færa körfuboltaspjald og skipta um neyðarkerfi. Viðgerðirnar hófust 2. maí. Um miðjan júní var opnuninni seinkað til 15. júlí og síðan aftur til 19. júlí. Sundgarpar fengu að njóta þess að svamla í lauginni í mánuð þar til tilkynnt var 18. ágúst að loka þyrfti lauginni í viku þar sem galli fannst á málningarvinnu á laugarbotninum og var málningin farin að flagna af. Viku síðar stungu sundmenn sér aftur í laugina, þann 26. ágúst. Málningin sem hefur flagnað af sundlaugarkarinu.Reykjavíkurborg Föstudaginn 29. ágúst var lauginni lokað í rúman sólarhring þar sem þrep ofan í laugina reyndust of hál. Til að tryggja öryggi gesta var laugin tæmd. Í lok september tók laugin að flagna enn á ný og sagði Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður laugarinnar, að það væri eins og laugin væri með skallablett. Fyrst um sinn stóð ekki til að loka lauginni en þann 13. október var einungis sundlauginni lokað meðan unnið var að lausn á skallablettavandanum. Sundlaugin var svo opnuð, enn eina ferðina, þann 28. október.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira