Lífið

Lang­þráður draumur verður að veru­leika

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Einar og Sólbjört eiga von á sínu öðru barni saman.
Einar og Sólbjört eiga von á sínu öðru barni saman. Instagram

Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram

Einar og Sólbjört eiga eina dóttur saman, Ylfu Björk, sem er sjö ára.

„Eitt lítið vorbaby væntanlegt og þar með rætist langþráður draumur Ylfu að verða stóra systir,“ skrifaði Sólbjört við færsluna.

Einar og Sólbjört trúlofuðu sig á sjálfan Valentínusardaginn árið 2022, og giftu sig í júlí 2023. 

Hjónin eru bæði meðlimir í hljómsveitinni Hatari, Einar er trommuleikari sveitarinnar og Sólbjört bakraddasöngkona og dansari. Þau fóru með hljómsveitinni til Ísrael árið 2019 þar sem þau kepptu í Eurovision með lagið Hatrið mun sigra.

Auk þess er Einar gítarleikari hljómsveitarinnar Vök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.