Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Árni Sæberg skrifar 24. október 2025 15:27 Þessir lögreglumenn tengjast fréttinni ekki. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ávítt lögregluembætti fyrir að heimila lögreglumanni að hefja störf á ný, mánuði eftir að hann var sakaður um heimilisofbeldi. Rannsókn á meintu ofbeldi var felld niður en niðurstaða nefndarinnar var sú að embættið hefði átt að láta kærufrest líða áður en lögreglumanninum var heimilað að mæta til starfa. Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar, sem finna má í samantekt allra ákvarðana nefndarinnar á tímabilinu maí til október þessa árs. Þar segir að nefndinni hafi borist kvörtun erindi frá konu um miðjan mars síðastliðinn, þar sem gerðar hafi verið athugasemdir við starfshætti embættis lögreglustjóra, sem afmáður hefur verið í ákvörðuninni, við meðferð máls vegna meints heimilisofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hálfu fyrrverandi sambýlismanni sínum, sem einnig sé lögreglumaður hjá embættinu. Athugasemdir hennar hafi meðal annars beinst að því að henni hafi verið tilkynnt um að embættið sjálft myndi rannsaka málið og að lögreglumaðurinn hafi verið komin aftur til starfa mánuði eftir atvikið. Áverkar á báðum Í ákvörðuninni segir að samkvæmt gögnum málsins hafi, í byrjun nóvember síðastliðins, rannsakara á bakvakt hjá embættinu borist tilkynning um að kona hefði leitað á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningunni hafi jafnframt komið fram að maðurinn væri starfsmaður lögreglu. Rannsakarinn hafi farið á sjúkrahúsið og tekið skýrslu af konunni. Lögreglumaðurinn hafi þegar verið boðaður á lögreglustöð og skýrsla tekin af honum. Þá hafi heimildar verið aflað til öflunar sjúkragagna og rannsakarinn hafi farið á heimili fólksins og myndað vettvang. Í gögnunum komi fram að upphaf átaka milli fólksins hafi mátt rekja til þess að konan stökk upp í rúm til mannsins og sló hann í bringuna. Áverkar hafi verið á þeim báðum en þó ekki alvarlegir. „Ekki er litið svo á að formleg kæra þurfi að hafa borist til að lögregla hefji rannsókn heimilisofbeldismála, og var svo gert í þessu tilviki án þess að kæra hefði borist.“ Boðið að hefja störf þegar rannsókn var felld niður Í kjölfar atviksins hafi vinnuframlag mannsins verið afþakkað þann 3. nóvember og honum tilkynnt að hann mætti ekki mæta til vinnu fyrr en hann hefði fengið formlegt boð um slíkt. Þann 3. desember 2024 hafi Héraðssaksóknari fellt málið niður og í kjölfarið hafi maðurinn fengið formlegt boð um að hefja störf að nýju um miðjan desember. Konan hafi kært niðurfellingu málsins til Ríkissaksóknara 2. janúar og embættið hafi staðfest niðurfellingu Héraðssaksóknara þann 1. apríl. Opinberir starfsmenn hafist ekkert við í frítíma sem er þeim til álitshnekkis Í ákvörðuninni segir að samkvæmt lögreglulögum megi engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hafi hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta sé lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Þá skuli starfsmaður samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins „forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við”. Loks segi í siðareglum lögreglunnar frá 2023 að starfsfólk lögreglu skuli gæta þess að framkoma og framganga þess utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til lögreglu. Þá segi: „Starfsfólk lögreglu þarf að forðast að hafast nokkuð það að í frítíma sínum sem þeim er til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þess og dregið úr trausti almennings á lögreglunni.“ Réttara hefði verið að bíða Í gögnum málsins hafi komið fram að lögregluembættið hafi litið umrætt atvik alvarlegum augum og sent manninn í leyfi frá störfum um leið og það kom upp. Nefndin telji að í málum þar sem rökstuddur grunur er um jafn alvarlegar sakargiftir af hálfu lögreglumanna og hér er raunin geti þeir varla talist njóta þess trausts sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta, samanber lög um opinbera starfsmenn, lögreglulög og siðareglur lögreglunnar. „Eins og atvikum er hér háttað, þar sem óumdeilt var að til átaka hefði komið á milli aðila, hefði að mati nefndarinnar verið réttara að bíða með að heimila að hefja störf á ný þangað til að kærufrestur [samkvæmt sakamálalögum] var liðinn. Beinir nefndin þeim tilmælum til embættisins að taka mið af ofangreindu ef sambærileg mál koma upp aftur.“ Loks segir að niðurstaða nefndarinnar sé að ekki sé tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Nefndin beini þó þeim tilmælum til embættisins að í málum þar sem rökstuddur grunur um heimilisofbeldi af hálfu lögreglumanns er til meðferðar hjá ákæruvaldinu sé ekki rétt að heimila aðila að hefja störf á ný fyrr en að afloknum kærufresti og eftir atvikum niðurstöðu Ríkissaksóknara. Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar, sem finna má í samantekt allra ákvarðana nefndarinnar á tímabilinu maí til október þessa árs. Þar segir að nefndinni hafi borist kvörtun erindi frá konu um miðjan mars síðastliðinn, þar sem gerðar hafi verið athugasemdir við starfshætti embættis lögreglustjóra, sem afmáður hefur verið í ákvörðuninni, við meðferð máls vegna meints heimilisofbeldis sem hún hafi orðið fyrir af hálfu fyrrverandi sambýlismanni sínum, sem einnig sé lögreglumaður hjá embættinu. Athugasemdir hennar hafi meðal annars beinst að því að henni hafi verið tilkynnt um að embættið sjálft myndi rannsaka málið og að lögreglumaðurinn hafi verið komin aftur til starfa mánuði eftir atvikið. Áverkar á báðum Í ákvörðuninni segir að samkvæmt gögnum málsins hafi, í byrjun nóvember síðastliðins, rannsakara á bakvakt hjá embættinu borist tilkynning um að kona hefði leitað á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningunni hafi jafnframt komið fram að maðurinn væri starfsmaður lögreglu. Rannsakarinn hafi farið á sjúkrahúsið og tekið skýrslu af konunni. Lögreglumaðurinn hafi þegar verið boðaður á lögreglustöð og skýrsla tekin af honum. Þá hafi heimildar verið aflað til öflunar sjúkragagna og rannsakarinn hafi farið á heimili fólksins og myndað vettvang. Í gögnunum komi fram að upphaf átaka milli fólksins hafi mátt rekja til þess að konan stökk upp í rúm til mannsins og sló hann í bringuna. Áverkar hafi verið á þeim báðum en þó ekki alvarlegir. „Ekki er litið svo á að formleg kæra þurfi að hafa borist til að lögregla hefji rannsókn heimilisofbeldismála, og var svo gert í þessu tilviki án þess að kæra hefði borist.“ Boðið að hefja störf þegar rannsókn var felld niður Í kjölfar atviksins hafi vinnuframlag mannsins verið afþakkað þann 3. nóvember og honum tilkynnt að hann mætti ekki mæta til vinnu fyrr en hann hefði fengið formlegt boð um slíkt. Þann 3. desember 2024 hafi Héraðssaksóknari fellt málið niður og í kjölfarið hafi maðurinn fengið formlegt boð um að hefja störf að nýju um miðjan desember. Konan hafi kært niðurfellingu málsins til Ríkissaksóknara 2. janúar og embættið hafi staðfest niðurfellingu Héraðssaksóknara þann 1. apríl. Opinberir starfsmenn hafist ekkert við í frítíma sem er þeim til álitshnekkis Í ákvörðuninni segir að samkvæmt lögreglulögum megi engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hafi hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta sé lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Þá skuli starfsmaður samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins „forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við”. Loks segi í siðareglum lögreglunnar frá 2023 að starfsfólk lögreglu skuli gæta þess að framkoma og framganga þess utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til lögreglu. Þá segi: „Starfsfólk lögreglu þarf að forðast að hafast nokkuð það að í frítíma sínum sem þeim er til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þess og dregið úr trausti almennings á lögreglunni.“ Réttara hefði verið að bíða Í gögnum málsins hafi komið fram að lögregluembættið hafi litið umrætt atvik alvarlegum augum og sent manninn í leyfi frá störfum um leið og það kom upp. Nefndin telji að í málum þar sem rökstuddur grunur er um jafn alvarlegar sakargiftir af hálfu lögreglumanna og hér er raunin geti þeir varla talist njóta þess trausts sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta, samanber lög um opinbera starfsmenn, lögreglulög og siðareglur lögreglunnar. „Eins og atvikum er hér háttað, þar sem óumdeilt var að til átaka hefði komið á milli aðila, hefði að mati nefndarinnar verið réttara að bíða með að heimila að hefja störf á ný þangað til að kærufrestur [samkvæmt sakamálalögum] var liðinn. Beinir nefndin þeim tilmælum til embættisins að taka mið af ofangreindu ef sambærileg mál koma upp aftur.“ Loks segir að niðurstaða nefndarinnar sé að ekki sé tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Nefndin beini þó þeim tilmælum til embættisins að í málum þar sem rökstuddur grunur um heimilisofbeldi af hálfu lögreglumanns er til meðferðar hjá ákæruvaldinu sé ekki rétt að heimila aðila að hefja störf á ný fyrr en að afloknum kærufresti og eftir atvikum niðurstöðu Ríkissaksóknara.
Lögreglan Lögreglumál Úrskurðar- og kærunefndir Heimilisofbeldi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira