Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2025 08:06 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Ívar Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag. Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni. Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni.
Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12