Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. október 2025 14:27 Vilma stofnaði húsgagna- og heimilisvöruverslunina Vilma Home eftir að hafa starfað í Jysk í nítján ár. Áhrifavaldur sem nýlega stofnaði eigið fyrirtæki, borgaði auglýsingastofu sextán milljónir fyrir að sjá um auglýsingar fyrir sig á samfélagsmiðlum. Hún segist upplifa sig svikna og að hún hafi treyst þessum aðilum í blindni, enda séu flest allar íslenskar netverslanir að kaupa þjónusta hjá þeim. Vilma Ýr Árnadóttir er gestur í nýju hlaðvarpi í umsjón Margrétar Bjarkar Jónsdóttur, Vörumerki. Í þættinum segir Vilma frá þeirri ákvörðun sinni að segja upp starfi sínu í Jysk, þar sem hún hafði unnið í 19 ár, til að stökkva í djúpu laugina og stofna eigið fyrirtæki, Vilma Home. Hún segist ekki hafa tekið nein lán og hafi passað að eignast allt jafnt og þétt. Margir geri sér hins vegar ekki grein fyrir kostnaðinum sem fylgir því að stofna og reka fyrirtæki. „Þegar peningur kemur inn fer hann upp í næstu vörur,” segir Vilma. „Maður er ekkert að hagnast neitt fyrstu fimm árin. Ég var svolítið föst í því að verðið mætti ekki vera of hátt, þó maður sé með lúxusvöru. Ég var alltaf að hugsa að ég mætti ekki verðleggja mig of hátt.“ En þegar kom að skuldadögum og það þurfti að borga vaskinn og allt þetta, þá er ég alveg „ég skil ekki, ég er búin að selja svona mikið, ég bara skil þetta ekki, hvar eru allir peningarnir?“ Treysti í blindni Vilma segist hafa brennt sig á ýmsu á þeim tveimur árum síðan hún byrjaði í eigin rekstri og Margrét spyr hver hafi verið stærstu mistökin hingað til, hver sé mesti lærdómurinn. Vilma nefnir þá viðskipti við markaðsfyrirtæki sem hún nafngreinir ekki, en segir hafa svindlað á sér. „Ég byrjaði bara á því að auglýsa mig í gegnum instagram og var ekki að kaupa neina þjónustu í kring. En svo eru allir að nota þessar Meta auglýsingastofur sem hjálpa manni með auglýsingar á Facebook, Instagram, leitarvélabestun og allt þetta. Og ég fékk eitt svoleiðis fyrirtæki, sem er mjög vinsælt heima, til að hjálpa mér. Ég vissi að allir væru að nota þetta fyrirtæki og ætlaði að gera það.“ Vilma byrjaði að kaupa þjónustu af þessum aðilum í júní 2023, en hafði þá aðeins rekið fyrirtækið sitt í fjóra mánuði. „Þeir semsagt segja, „við ætlum að fá tíu prósent af veltunni þinni frá árinu áður og árinu núna, semsagt á móti júní 23 og 24, það sem salan eykst um, þeir fá tíu prósent 10% af hagnaðinum. Sem er náttúrulega bara rugl.“ Vilma hefur brennt sig á ýmsu síðustu undanfarin tvö ár. Vilma segist hafa sagt já og amen við öllu og hafi skrifað undir samning. Þegar hún áttaði sig á mörgum mánuðum seinna hver kostnaðurinn var í raun og veru runnu á hana tvær grímur. „Þeir sáu bara um þetta og voru ekkert að fylgjast með, voru að eyða átta, níuhundraðþúsundköllum á mánuði í Meta auglýsingar án þess að stoppa þær. Yfir aðal sölutímann í nóvember, desember, þá er maður að eyða kannski, segjum bara milljón í auglýsingar, en þeir stoppuðu það ekki í janúar, febrúar, mars, apríl, maí.“ „Fjármálastjórinnég var að drulla upp á bak þarna.Ég var ekki alveg með puttann á púlsinum því ég var meðalla aðra bolta líka.“ „Ég skil ekki, ég er ekki að græða neitt” Hún útskýrir að hún hafi verið í útilegu og hafi farið að ræða fjármálin við Guðbjart, manninn „ég var bara, ég skil ekki, ég er ekki að græða neitt, ég er búin að selja svona mikið í nóvember, hvar eru peningarnir, what the fuck?” Þau fóru að skoða málið betur og Vilma segir Guðbjart hafa spurt hvað hún væri eiginlega að eyða í þessar auglýsingar. „Ég fór að taka þetta saman og þá var ég að eyða kannski 900 þúsund í auglýsingar í maí, svo borgaði ég þeim tíu prósent af hagnaðinum. Það er ógeðslega stupid að segja þetta en þetta er bara eitthvað sem maður er ekki að pæla í. Maður er bara búinn að treysta einhverjum fyrir lífi sínu, bara, þú ætlar að koma fyrirtækinu mínu ákortið, takk kærlega fyrir, elska þig.“ „En svo bara er maður ekkert að fatta hvað er verið að eyða ótrúlega miklum pening. Þegar bókarinn minn var að gera ársskýrsluna var hann alveg, ehemm, sextán milljónirnar hérna, hvað er þetta? Hvaða gaurar eru þetta? Og hvernig á ég að útskýra þetta, ég var eins og fáviti.“ Vilma segist síðar hafa komist af því að aðrir sem kaupi þjónustu af þessum aðilum séu að greiða tíu prósent af þeim hagnaði sem komi í beint gegnum auglýsingarnar sem þeir setji upp á Facebook, ekki sama fyrirkomulag og hún gerðu sjálf við þá. Vilma er sjálf áhrifavaldur og með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Vilma segir að margir kunni ekki að samgleðjast þegar vel gengur. „Þegar ég var að sýna vörur á Instagram og það komu í fimm pantanir beint í kjölfarið í gegnum Instagram, þá tóku þeir samt hagnaðinn af því en gerðu ekki neitt. Ég var að vanmeta mig sem áhrifavald. Ef ég hefði ekki verið með samstörfin min hefði ég komið út í miklu tapi.“ „ En þetta er eitt af því sem maður getur rekið sig á þegar maður er að byrja með fyrirtæki og milljón hluti til að hugsa út í.“ Hún segist hafa treyst þeim þar sem hún vissi að margir aðrir fyrirtækjaeigendur nýttu sér þessa þjónustu. „Svo ég sagði bara já já já, og þetta var líka hvatvísin í mér, ég ætlaði bara að koma þessu öllu í gang, bara áfram áfram áfram. Ég ætlaði bara að sigra heiminn, en auðvitað hefði ég átt að sjá þetta.“ Óvæginn og ósönn umræða á samfélagsmiðlum hafi áhrif Í viðtalinu ræðir Vilma ýmislegt fleira tengt rekstrinum. Hún segist hafa fundið fyrir því að margir kunni ekki að samgleðjast þegar vel gengur og nefnir umræður á Facebook sem dæmi. Sjálf hafi hún orðið fyrir því að settar séu inn færslur þar sem fullyrt er að vörurnar hennar komi frá ódýrum kínverskum verslunarrisum eins og AliExpress eða Shein. „Að fólk skuli leyfa sér að setja svona niðrandi ummæli um fyrirtæki sem er að reyna byggja sig upp. Þetta hefur nefninlega allt áhrif, gríðarleg áhrif. Maður hefur verið jarðaður fyrir að fólk haldi að maður panti af shein. Það var meira segja ein sem leyfði sér að kommenta undir „ég pantaði svona brúsa af Shein og hann var merkur Vilma home.“ Hún bara laug. Þetta er það vonda við að hafa allar þessar grúppur. En þetta er bara fylgifiskur og maður þarf bara að taka þessu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
Vilma Ýr Árnadóttir er gestur í nýju hlaðvarpi í umsjón Margrétar Bjarkar Jónsdóttur, Vörumerki. Í þættinum segir Vilma frá þeirri ákvörðun sinni að segja upp starfi sínu í Jysk, þar sem hún hafði unnið í 19 ár, til að stökkva í djúpu laugina og stofna eigið fyrirtæki, Vilma Home. Hún segist ekki hafa tekið nein lán og hafi passað að eignast allt jafnt og þétt. Margir geri sér hins vegar ekki grein fyrir kostnaðinum sem fylgir því að stofna og reka fyrirtæki. „Þegar peningur kemur inn fer hann upp í næstu vörur,” segir Vilma. „Maður er ekkert að hagnast neitt fyrstu fimm árin. Ég var svolítið föst í því að verðið mætti ekki vera of hátt, þó maður sé með lúxusvöru. Ég var alltaf að hugsa að ég mætti ekki verðleggja mig of hátt.“ En þegar kom að skuldadögum og það þurfti að borga vaskinn og allt þetta, þá er ég alveg „ég skil ekki, ég er búin að selja svona mikið, ég bara skil þetta ekki, hvar eru allir peningarnir?“ Treysti í blindni Vilma segist hafa brennt sig á ýmsu á þeim tveimur árum síðan hún byrjaði í eigin rekstri og Margrét spyr hver hafi verið stærstu mistökin hingað til, hver sé mesti lærdómurinn. Vilma nefnir þá viðskipti við markaðsfyrirtæki sem hún nafngreinir ekki, en segir hafa svindlað á sér. „Ég byrjaði bara á því að auglýsa mig í gegnum instagram og var ekki að kaupa neina þjónustu í kring. En svo eru allir að nota þessar Meta auglýsingastofur sem hjálpa manni með auglýsingar á Facebook, Instagram, leitarvélabestun og allt þetta. Og ég fékk eitt svoleiðis fyrirtæki, sem er mjög vinsælt heima, til að hjálpa mér. Ég vissi að allir væru að nota þetta fyrirtæki og ætlaði að gera það.“ Vilma byrjaði að kaupa þjónustu af þessum aðilum í júní 2023, en hafði þá aðeins rekið fyrirtækið sitt í fjóra mánuði. „Þeir semsagt segja, „við ætlum að fá tíu prósent af veltunni þinni frá árinu áður og árinu núna, semsagt á móti júní 23 og 24, það sem salan eykst um, þeir fá tíu prósent 10% af hagnaðinum. Sem er náttúrulega bara rugl.“ Vilma hefur brennt sig á ýmsu síðustu undanfarin tvö ár. Vilma segist hafa sagt já og amen við öllu og hafi skrifað undir samning. Þegar hún áttaði sig á mörgum mánuðum seinna hver kostnaðurinn var í raun og veru runnu á hana tvær grímur. „Þeir sáu bara um þetta og voru ekkert að fylgjast með, voru að eyða átta, níuhundraðþúsundköllum á mánuði í Meta auglýsingar án þess að stoppa þær. Yfir aðal sölutímann í nóvember, desember, þá er maður að eyða kannski, segjum bara milljón í auglýsingar, en þeir stoppuðu það ekki í janúar, febrúar, mars, apríl, maí.“ „Fjármálastjórinnég var að drulla upp á bak þarna.Ég var ekki alveg með puttann á púlsinum því ég var meðalla aðra bolta líka.“ „Ég skil ekki, ég er ekki að græða neitt” Hún útskýrir að hún hafi verið í útilegu og hafi farið að ræða fjármálin við Guðbjart, manninn „ég var bara, ég skil ekki, ég er ekki að græða neitt, ég er búin að selja svona mikið í nóvember, hvar eru peningarnir, what the fuck?” Þau fóru að skoða málið betur og Vilma segir Guðbjart hafa spurt hvað hún væri eiginlega að eyða í þessar auglýsingar. „Ég fór að taka þetta saman og þá var ég að eyða kannski 900 þúsund í auglýsingar í maí, svo borgaði ég þeim tíu prósent af hagnaðinum. Það er ógeðslega stupid að segja þetta en þetta er bara eitthvað sem maður er ekki að pæla í. Maður er bara búinn að treysta einhverjum fyrir lífi sínu, bara, þú ætlar að koma fyrirtækinu mínu ákortið, takk kærlega fyrir, elska þig.“ „En svo bara er maður ekkert að fatta hvað er verið að eyða ótrúlega miklum pening. Þegar bókarinn minn var að gera ársskýrsluna var hann alveg, ehemm, sextán milljónirnar hérna, hvað er þetta? Hvaða gaurar eru þetta? Og hvernig á ég að útskýra þetta, ég var eins og fáviti.“ Vilma segist síðar hafa komist af því að aðrir sem kaupi þjónustu af þessum aðilum séu að greiða tíu prósent af þeim hagnaði sem komi í beint gegnum auglýsingarnar sem þeir setji upp á Facebook, ekki sama fyrirkomulag og hún gerðu sjálf við þá. Vilma er sjálf áhrifavaldur og með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Vilma segir að margir kunni ekki að samgleðjast þegar vel gengur. „Þegar ég var að sýna vörur á Instagram og það komu í fimm pantanir beint í kjölfarið í gegnum Instagram, þá tóku þeir samt hagnaðinn af því en gerðu ekki neitt. Ég var að vanmeta mig sem áhrifavald. Ef ég hefði ekki verið með samstörfin min hefði ég komið út í miklu tapi.“ „ En þetta er eitt af því sem maður getur rekið sig á þegar maður er að byrja með fyrirtæki og milljón hluti til að hugsa út í.“ Hún segist hafa treyst þeim þar sem hún vissi að margir aðrir fyrirtækjaeigendur nýttu sér þessa þjónustu. „Svo ég sagði bara já já já, og þetta var líka hvatvísin í mér, ég ætlaði bara að koma þessu öllu í gang, bara áfram áfram áfram. Ég ætlaði bara að sigra heiminn, en auðvitað hefði ég átt að sjá þetta.“ Óvæginn og ósönn umræða á samfélagsmiðlum hafi áhrif Í viðtalinu ræðir Vilma ýmislegt fleira tengt rekstrinum. Hún segist hafa fundið fyrir því að margir kunni ekki að samgleðjast þegar vel gengur og nefnir umræður á Facebook sem dæmi. Sjálf hafi hún orðið fyrir því að settar séu inn færslur þar sem fullyrt er að vörurnar hennar komi frá ódýrum kínverskum verslunarrisum eins og AliExpress eða Shein. „Að fólk skuli leyfa sér að setja svona niðrandi ummæli um fyrirtæki sem er að reyna byggja sig upp. Þetta hefur nefninlega allt áhrif, gríðarleg áhrif. Maður hefur verið jarðaður fyrir að fólk haldi að maður panti af shein. Það var meira segja ein sem leyfði sér að kommenta undir „ég pantaði svona brúsa af Shein og hann var merkur Vilma home.“ Hún bara laug. Þetta er það vonda við að hafa allar þessar grúppur. En þetta er bara fylgifiskur og maður þarf bara að taka þessu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira