Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 18:09 Lilja Rannveig sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta þingi. Vísir/Vilhelm Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira