Kærastan áfram í farbanni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 16:42 Eiginkona veitingamannsins sætir enn farbanni. Vísir Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna. Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Landsréttur birti í dag staðfesti áframhaldandi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni. úrskurðurinn var kveðinn upp 25. september. Quang Lé, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Parið hefur verið til rannsóknar síðan í mars en þau voru handtekin ásamt bróður Lé. Samkvæmt því sem fram kemur í dómnum mun hún sæta áframhaldandi farbanni til 23. janúar 2026 þar sem hún liggur undir rökstuddum grun um mansal, skjalafals, peningaþvætti, ólöglega sölu dvalarleyfa og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún var handtekin 5. mars 2024 og sætti gæsluvarðhaldi í 3 mánuði og svo farbanni í yfir 15 mánuði. Í greinargerð lögreglu segir að starfsmenn á veitingastöðum í eigu Lé hafi fengið 420.000 kr. útborgað, en voru síðan neyddir til að skila 170.000 kr. til baka. Þeir voru sagðir vinna 12 klst. á dag, 6–7 daga vikunnar, allt árið, án frís. Quang Le og sambýliskonan hefðu, samkvæmt skýrslutökunum, gefið þær skýringar að upphæðin sem starfsmennirnir greiddu til baka færi í skatta, eða rekstur fyrirtækjanna sem hafi verið sagður ekki standa nægjanlega traustum fótum. Starfsmenn lýsa því að hafa óttast að missa vinnuna ef þeir hlýddu ekki. Hjónin eru einnig grunuð um að falsa skjöl þar sem brotaþolar munu hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi sem sérfræðingar, en flestir ekki haft þá menntun sem skjölin sögðu til um. Þeir munu hafa greitt allt að 8 milljónir króna fyrir að fá þessi leyfi. Dómurinn taldi verulegar líkur á að hún myndi reyna að komast úr landi eða leynast þar sem hún er með tengsl við erlent ríki, Víetnam. Yfir 30 manns hafa réttarstöðu brotaþola í málinu samkvæmt því sem fram kemur í dómnum en í elsta úrskurðinum sem finna má á vef Landsréttar í málinu segir að lögregla meti að hópur þolenda í málinu kunni að vera í heildina á bilinu 80 til 150 talsins, og þar sé um að ræða bæði fullorðna og börn. Málið er það umfangsmesta af sinni tegund í réttarsögu Íslands og teygir anga sína til annarra landa. Gögn málsins eru að stórum hluta á víetnömsku, m.a. samskipti úr síma varnaraðila og samverkamanna sem ná yfir hundruð blaðsíðna.
Mál Quangs Le (Davíðs Viðarssonar) Mansal Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira