Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 19:13 Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna segir nánast öll lán á breytilegum kjörum með óljósa skilmála undir eftir dóm Hæstaréttar í gær. Arion banki og Landsbankinn brugðust við dómnum í dag en mál gegn þeim liggja fyrir Hæstarétti á næstunni. Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira