„Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. október 2025 12:54 Emilía Sunna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál,“ segir Emilía Sunna Andradóttir ungfrú Garðabær. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emilía Sunna Andradóttir Aldur: 18 ára Starf eða skóli: Ég er í Flensborgarskólanum og vinn hjá skátunum í Garðabæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, þolinmóð og skilningsrík. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég er framan á bókakápu fyrir bókina Sauðfjárbúskapur í Reykjavík ásamt mömmu minni, sem mér finnst skemmtilegt því ég hef farið í réttir síðan ég man eftir mér. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Ég tel að vinir mínir í gegnum árin hafi mótað mig mest, ásamt fjölskyldu minni. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum? Frá 13 til 15 ára aldri var ég mjög kvíðin og gekk í gegnum tímabil þar sem mér leið illa. Ég komst yfir þetta með því að taka einn dag í einu. Ég fór út fyrir þægindarammann minn og kynntist fullt af yndislegu fólki sem hjálpaði mér – jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Mikilvægasta skrefið í mínu ferli var að hætta að hugsa of mikið um skoðanir annarra. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af fjölskyldu minni og sjálfri mér fyrir að þora að stíga stórt skref út fyrir þægindarammann. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærastinn minn og vinir mínir. Þau styðja mig í gegnum allt, ég gæti ekki verið heppnari. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég fer í göngutúr eða er ein með sjálfri mér og einbeit mér að önduninni minni. Stundum hlusta ég líka á gott lag og fæ mér vatnsglas. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar það leið yfir mig í sturtu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ef ég hef leyndan hæfileika er hann vel falinn fyrir mér líka. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst jákvæðni alltaf mest heillandi. En óheillandi? Mér finnst ókurteisi mest óheillandi í fari fólks. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mína nánustu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig vera útskrifuð sem flugmaður og vera búin að kaupa mér íbúð. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Grjónagrautur og slátur sem amma mín gerir. Hvaða lag tekur þú í karókí? Is There Someone Else? – The Weeknd. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Manuela Ósk. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf að eiga samskipti í eigin persónu. Það getur oft verið erfitt að túlka tilfinningar í gegnum skilaboð. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast til Flórída, því það er uppáhaldsstaðurinn minn með fjölskyldunni og setja restina inn á sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá keppnina auglýsta á TikTok og gat ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara. Ég hafði fylgst með fyrri keppnum og þetta virtist vera frábær upplifun. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er orðin betri í samskiptum og finn að sjálfsöryggi mitt hefur aukist mikið. Þetta er yndislegur hópur stelpna, og mér finnst gaman að fylgjast með hópnum vaxa og styrkjast með hverjum degi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Geðheilsu barna og tala fyrir aðgengilegri þjónustu sem þau þurfa á að halda. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að sýna samkennd, vera jákvæð og hafa trú á sjálfri sér og öðrum. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna systkinum mínum að allt er mögulegt ef maður leggur sig fram. Ég vil nýta titilinn til að leggja áherslu á náungakærleika – að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Gullna reglan. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Lífsreynslan mín. Stelpurnar eru einstakar á sinn hátt, en það sem gerir mig sérstaka er persónuleiki minn, mótaður af minni lífsreynslu. Ég veit að lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta, sama hveru stuttur eða langur hann sem er. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að pæla of mikið í skoðunum annarra sem getur veldur kvíða. Kvíði er eitt stærsta heilsufarsvandamál hjá minni kynslóð. Og hvernig mætti leysa það? Með því að tryggja ókeypis aðgengi að íþróttum fyrir öll grunnskólabörn má efla tengsl þeirra við jafnaldra og stuðla að betri andlegri vellíðan. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það hafa allir rétt á sinni skoðun. Fólk þarf þó að gæta þess að skoðanir þeirra dragi keppendur ekki niður. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emilía Sunna Andradóttir Aldur: 18 ára Starf eða skóli: Ég er í Flensborgarskólanum og vinn hjá skátunum í Garðabæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, þolinmóð og skilningsrík. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég er framan á bókakápu fyrir bókina Sauðfjárbúskapur í Reykjavík ásamt mömmu minni, sem mér finnst skemmtilegt því ég hef farið í réttir síðan ég man eftir mér. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Ég tel að vinir mínir í gegnum árin hafi mótað mig mest, ásamt fjölskyldu minni. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum? Frá 13 til 15 ára aldri var ég mjög kvíðin og gekk í gegnum tímabil þar sem mér leið illa. Ég komst yfir þetta með því að taka einn dag í einu. Ég fór út fyrir þægindarammann minn og kynntist fullt af yndislegu fólki sem hjálpaði mér – jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Mikilvægasta skrefið í mínu ferli var að hætta að hugsa of mikið um skoðanir annarra. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af fjölskyldu minni og sjálfri mér fyrir að þora að stíga stórt skref út fyrir þægindarammann. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín, kærastinn minn og vinir mínir. Þau styðja mig í gegnum allt, ég gæti ekki verið heppnari. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég fer í göngutúr eða er ein með sjálfri mér og einbeit mér að önduninni minni. Stundum hlusta ég líka á gott lag og fæ mér vatnsglas. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar það leið yfir mig í sturtu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ef ég hef leyndan hæfileika er hann vel falinn fyrir mér líka. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst jákvæðni alltaf mest heillandi. En óheillandi? Mér finnst ókurteisi mest óheillandi í fari fólks. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mína nánustu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig vera útskrifuð sem flugmaður og vera búin að kaupa mér íbúð. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Grjónagrautur og slátur sem amma mín gerir. Hvaða lag tekur þú í karókí? Is There Someone Else? – The Weeknd. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Manuela Ósk. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs alltaf að eiga samskipti í eigin persónu. Það getur oft verið erfitt að túlka tilfinningar í gegnum skilaboð. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast til Flórída, því það er uppáhaldsstaðurinn minn með fjölskyldunni og setja restina inn á sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá keppnina auglýsta á TikTok og gat ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara. Ég hafði fylgst með fyrri keppnum og þetta virtist vera frábær upplifun. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er orðin betri í samskiptum og finn að sjálfsöryggi mitt hefur aukist mikið. Þetta er yndislegur hópur stelpna, og mér finnst gaman að fylgjast með hópnum vaxa og styrkjast með hverjum degi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Geðheilsu barna og tala fyrir aðgengilegri þjónustu sem þau þurfa á að halda. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að sýna samkennd, vera jákvæð og hafa trú á sjálfri sér og öðrum. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna systkinum mínum að allt er mögulegt ef maður leggur sig fram. Ég vil nýta titilinn til að leggja áherslu á náungakærleika – að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Gullna reglan. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Lífsreynslan mín. Stelpurnar eru einstakar á sinn hátt, en það sem gerir mig sérstaka er persónuleiki minn, mótaður af minni lífsreynslu. Ég veit að lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta, sama hveru stuttur eða langur hann sem er. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að pæla of mikið í skoðunum annarra sem getur veldur kvíða. Kvíði er eitt stærsta heilsufarsvandamál hjá minni kynslóð. Og hvernig mætti leysa það? Með því að tryggja ókeypis aðgengi að íþróttum fyrir öll grunnskólabörn má efla tengsl þeirra við jafnaldra og stuðla að betri andlegri vellíðan. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það hafa allir rétt á sinni skoðun. Fólk þarf þó að gæta þess að skoðanir þeirra dragi keppendur ekki niður.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12