Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2025 16:02 Opnað verður fyrir umsóknir í keppnina Ungfrú Ísland Teen 1. maí næstkomandi. Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Ungfrú Ísland Mest lesið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)
Ungfrú Ísland Mest lesið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira