Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 19:43 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira