Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 13:43 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130 Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent