Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. október 2025 20:04 Arild Tjomsland er sérfræðingur og ráðgjafi við Háskólann í Suðaustur-Noregi. Vísir/Stefán Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir. Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir.
Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira