Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2025 15:06 Lögregla kannar aðstæður á vettvangi. Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. „Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið. Árborg Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Ætli ég hafi ekki flogið svona fjóra metra í stólnum áður en ég lenti út í horni,“ segir Jóhann oftast þekktur sem Jói í Pitstop. Hann þakkar fyrir að hafa ekki slasast alvarlega. „Ég er marinn og bólginn en það er allt í lagi. Þetta var rosalegt, ég flaug bara upp úr stólnum, sat þarna við gluggann þegar hann keyrði inn.“ „Ég var nýsestur, í tölvunni að ganga frá dekkjapöntunum og dóti og heyri þá þessi svakalegu læti, þar til ég stend allt í einu bara út í horni, það var ofn þarna á veggnum og hann braut hann í tvennt og henti honum á mig,“ segir Jói sem segir mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Bílstjórinn er á tíræðisaldri og er til skoðunar á heilbrigðisstofnun með minniháttar áverka að sögn Jóa. Hann segist vongóður um að tryggingar muni dekka tjónið, sem ljóst er að sé mikið. „Tölvukerfin og skrifborðin, þetta muldist allt niður. Skjáirnir og allt saman, þannig þetta er mikil tjón. Þetta kemur í ljós,“ segir Jói sem var í óðaönn að gera við verkstæðið þegar Vísir náði af honum tali. Hann segir stefnt að því að opna verkstæðið aftur innan skamms. „Við opnum á eftir. Við erum að ganga frá þessu núna og stilla þessu öllu upp saman aftur.“ Eyðileggingin var töluverð eftir óhappið.
Árborg Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira