Fótbolti

Svona var fundur KSÍ þegar Arnar til­kynnti lands­liðs­hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson fór yfir valið á nýjasta landsliðshópi Íslands á blaðamannafundi í dag.
Arnar Gunnlaugsson fór yfir valið á nýjasta landsliðshópi Íslands á blaðamannafundi í dag. vísir/anton

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess.

Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Neðst í fréttinni má svo finna beina textalýsingu frá fundinum.

Framundan eru tveir heimaleikir hjá íslenska liðinu í undankeppni HM 2026 í þessum mánuði. Föstudaginn 10. október mætir Ísland Úkraínu og mánudaginn 13. október taka Íslendingar á móti Frökkum.

Í fyrstu leikjum sínum í undankeppninni vann Ísland Aserbaísjan, 5-0, á Laugardalsvelli en tapaði naumlega, 2-1, fyrir Frakklandi í París.


Tengdar fréttir

Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×