Fótbolti

Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi

Aron Guðmundsson skrifar
Xavi Simons fangar marki sínu í kvöld.
Xavi Simons fangar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Tottenham vann öruggan sigur á Slavía Prag í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá var boðið upp á mikla spennu og markaleiki bæði í Hollandi sem og í Belgíu. 

Flestir bjuggust við sigri Tottenham gegn Slavía Prag í kvöld og það var raunin. Lundúnaliðið komst yfir eftir sjálfsmark David Zima á 26.mínútu og tvö mörk, bæði úr vítaspyrnum í seinni hálfleik innsigluðu svo 3-0 sigur liðsins en mörkin skoruðu Mohammed Kudus og Xavi Simons. Sigurinn lyftir Tottenham upp í 9.sæti Meistaradeildarinnar, þar er liðið í góðum málum með níu stig. 

PSV Eindhoven vann frábæran sigur gegn Liverpool í síðustu umferð á Anfield en í kvöld tók liðið á móti Atletico Madrid. Guus Til kom PSV yfir snemma leiks en Atletico Madrid svaraði með þremur mörkum frá Julian Alvarez. David Hancko og Alexander Sorloth. Staðan orðin 3-1. Ricardo Pepi klóraði í bakkann fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki. 3-2 sigur Atletico staðreynd. Liðið er í 7.sæti með tólf stig, PSV í 19.sæti með átta stig. 

Þá voru fimm mörk einnig skoruð í 3-2 sigri Marseille á útivelli gegn Union SG. Mason Greenwood skoraði tvö af mörkum Marseille sem situr í 16.sæti með níu stig. Union er í 25.sæti með sex stig.

Þá hafði Monaco betur gegn Galatasaray, 1-0. Monaco í 18.sæti með níu stig, Galtasaray sæti ofar einnig með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×