Chelsea glutraði niður forystu og tapaði 9. desember 2025 22:12 Scamacca fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Chelsea glutraði niður forystu á útivelli gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í kvöld og þurftu að sætta sig við 2-1 tap. Gestirnir frá Lundúnum komust yfir á 25.mínútu með marki frá Joao Pedro eftir stoðsendingu Reece James. Staðan 1-0. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins en heimamenn í Atalanta geta verið erfiðir við að eiga á þeirra heimavelli og á 55.mínútu náði Gianluca Scamacca að stanga fyrirgjöf Charles De Ketelaere í netið og jafna metin. 1-1. Heimamenn gengu á lagið, slagkrafturinn með þeim og á 83.mínútu átti De Ketelaere, sem lagði upp jöfnunarmark Atalanta, skot við enda vítateigsins sem að Sanchez í marki Chelsea kom engum vörnum við. Staðan orðin 2-1 Atalanta í vil. Reyndist þetta sigurmark leiksins. Frábær endurkomusigur Atalanta staðreynd. Þetta var fjórði sigur liðsins í Meistaradeildinni hingað til, hann lyftir Atalanta upp í 4.sæti deildarinnar. Þar er liðið með 13 stig. Chelsea er sem stendur í kringum tíunda sæti með þremur stigum minna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Chelsea glutraði niður forystu á útivelli gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í kvöld og þurftu að sætta sig við 2-1 tap. Gestirnir frá Lundúnum komust yfir á 25.mínútu með marki frá Joao Pedro eftir stoðsendingu Reece James. Staðan 1-0. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins en heimamenn í Atalanta geta verið erfiðir við að eiga á þeirra heimavelli og á 55.mínútu náði Gianluca Scamacca að stanga fyrirgjöf Charles De Ketelaere í netið og jafna metin. 1-1. Heimamenn gengu á lagið, slagkrafturinn með þeim og á 83.mínútu átti De Ketelaere, sem lagði upp jöfnunarmark Atalanta, skot við enda vítateigsins sem að Sanchez í marki Chelsea kom engum vörnum við. Staðan orðin 2-1 Atalanta í vil. Reyndist þetta sigurmark leiksins. Frábær endurkomusigur Atalanta staðreynd. Þetta var fjórði sigur liðsins í Meistaradeildinni hingað til, hann lyftir Atalanta upp í 4.sæti deildarinnar. Þar er liðið með 13 stig. Chelsea er sem stendur í kringum tíunda sæti með þremur stigum minna.