„Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. október 2025 08:13 Sara Lind er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Sara Lind Edvinsdóttir.Aldur: 17 ára.Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli SuðurnesjaHvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, traust og metnaðarfull. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi líklega mest á óvart að ég hef prófað og æft nánast allar íþróttir sem hægt er að stunda. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á tvær fyrirmyndir – mömmu mína og pabba. Ég væri ekki hér án þeirra og er svo endalaust þakklát fyrir að eiga svona geggjaða foreldra. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er einelti. Ég hef þurft að þola ljót og gróf orð síðan í grunnskóla og lendi enn í því í dag. Þetta hafði mikil áhrif á mig og fékk mig meira að segja til að hætta í uppáhaldsíþróttunum mínum. En núna ætla ég ekki lengur að leyfa öðrum að stjórna því sem ég vil gera, heldur fylgja mínu eigin hjarta og gera það sem gerir mig glaða. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er einelti. Það hafði mikil áhrif á sjálfstraustið mitt, en ég komst í gegnum það með því að læra að hunsa ljótu orðin og halda áfram að gera það sem gleður mig. Ég fékk líka mikinn styrk frá fjölskyldunni minni sem styður mig alltaf. Hverjum ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni. Hún hefur þurft að ganga í gegnum svo margt, en er samt alltaf besta mamma í heimi fyrir mig og systkini mín. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er fjölskyldan mín og vinkonur mínar. Þau hafa alltaf staðið við hlið mér í gegnum allt og ég gæti ekki verið meira þakklát fyrir þau. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég verð stressuð reyni ég fyrst að hugsa með mér hvort þetta sé í raun svona alvarlegt. Mér finnst líka mjög gott að tala við mömmu mína og pabba, því þau róa mig og gefa mér góð ráð. Stundum leyfi ég mér líka bara að gráta, og það hjálpar mér mikið. Ég lít ekki á það sem veikleika heldur leið til að losa spennuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er frá mömmu minni. Ég hef alltaf verið mjög feimin og þorði aldrei að gera hluti sem mig langaði að gera, eins og að byrja í nýrri íþrótt eða taka þátt í Ungfrú Ísland. Mamma mín sagði við mig: „Ert þú að pæla svona mikið í því hvað aðrir eru að gera? Nei, gerðu það sem þig langar, því þú munt sjá eftir því að gera það ekki.“ Þetta gaf mér kjark til að þora meira og fylgja draumunum mínum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í var þegar ég hélt að ég sæi mömmu mína, hljóp til að knúsa hana – en svo var þetta alls ekki mamma mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get haldið fótbolta á lofti mjög lengi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er kurteist við alla, sýnir góðvild og hugsar um aðra áður en það gerir eitthvað. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi er þegar fólk er ókurteist og hugsar bara um sjálfan sig. Hver er þinn helsti ótti? Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég er ekki alveg viss hvar ég verð eftir tíu ár, en ég veit að ég mun vera að gera eitthvað gagnlegt með líf mitt og hjálpa öðrum. Það skiptir mig mestu máli að láta gott af mér leiða. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku og spænsku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Set Fire to the Rain eftir Adele. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt Herra Hnetusmjör og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, vegna þess að í gegnum skilaboð getur auðveldlega orðið misskilningur. Það er líka miklu þroskaðri og betri leið til að eiga alvöru samtöl. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst leggja hluta af peningunum til hliðar fyrir framtíðina mína, til dæmis fyrir menntun. Síðan myndi ég gefa hluta fjölskyldunni minni og hluta til góðgerðarmála sem styðja börn og ungmenni, því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi fylgst með keppninni og alltaf langað að sækja um en aldrei þorað. Að þessu sinni steig ég út fyrir þægindarammann minn – og gæti ekki verið þakklátari fyrir það. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig – bæði að stíga út fyrir þægindarammann, sýna sjálfsöryggi og kynnast nýjum æðislegum stelpum. Þetta ferli hefur kennt mér hvað sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti og því að allir, óháð kyni eða bakgrunni, hafi jöfn tækifæri. Mér finnst líka mikilvægt að leggja áherslu á andlega heilsu ungmenna, því það er eitthvað sem við þurfum að tala meira um. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera góð fyrirmynd, bera virðingu fyrir öðrum og vera jákvæð. Hún þarf að vera dugleg, sjálfsörugg og tilbúin að nota rödd sína til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur, sýna þeim að það sé mikilvægt að fylgja draumum sínum og treysta á sjálfan sig. Þetta er tækifæri til að láta rödd mína heyrast og gera góðverk í leiðinni. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar æðislegar, en ég held að það sem greinir mig frá öðrum keppendum sé að ég er mjög góðhjörtuð og hugsa alltaf mikið um fólkið í kringum mig. Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta vandamálið sé þrýstingurinn sem fylgir samfélagsmiðlum – að líta út á ákveðinn hátt og vera alltaf „fullkominn“. Og hvernig mætti leysa það? Það mætti leysa þetta með því að opna umræðuna meira um raunverulegt sjálfsálit, minna fólk á að enginn er fullkominn og kenna ungum krökkum að takast á við pressu samfélagsmiðla á jákvæðan hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki bara um útlit, heldur um persónuleika, styrk og það að vera fyrirmynd. Þær gefa ungu fólki tækifæri til að vaxa, byggja sjálfstraust og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þetta ferli hefur hjálpað mér svo mikið með feimnina mína og sjálfsöryggi. Ungfrú Ísland Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Sara Lind Edvinsdóttir.Aldur: 17 ára.Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli SuðurnesjaHvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, traust og metnaðarfull. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Fólki kæmi líklega mest á óvart að ég hef prófað og æft nánast allar íþróttir sem hægt er að stunda. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég á tvær fyrirmyndir – mömmu mína og pabba. Ég væri ekki hér án þeirra og er svo endalaust þakklát fyrir að eiga svona geggjaða foreldra. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er einelti. Ég hef þurft að þola ljót og gróf orð síðan í grunnskóla og lendi enn í því í dag. Þetta hafði mikil áhrif á mig og fékk mig meira að segja til að hætta í uppáhaldsíþróttunum mínum. En núna ætla ég ekki lengur að leyfa öðrum að stjórna því sem ég vil gera, heldur fylgja mínu eigin hjarta og gera það sem gerir mig glaða. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er einelti. Það hafði mikil áhrif á sjálfstraustið mitt, en ég komst í gegnum það með því að læra að hunsa ljótu orðin og halda áfram að gera það sem gleður mig. Ég fékk líka mikinn styrk frá fjölskyldunni minni sem styður mig alltaf. Hverjum ertu stoltust af? Ég er stoltust af mömmu minni. Hún hefur þurft að ganga í gegnum svo margt, en er samt alltaf besta mamma í heimi fyrir mig og systkini mín. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er fjölskyldan mín og vinkonur mínar. Þau hafa alltaf staðið við hlið mér í gegnum allt og ég gæti ekki verið meira þakklát fyrir þau. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég verð stressuð reyni ég fyrst að hugsa með mér hvort þetta sé í raun svona alvarlegt. Mér finnst líka mjög gott að tala við mömmu mína og pabba, því þau róa mig og gefa mér góð ráð. Stundum leyfi ég mér líka bara að gráta, og það hjálpar mér mikið. Ég lít ekki á það sem veikleika heldur leið til að losa spennuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er frá mömmu minni. Ég hef alltaf verið mjög feimin og þorði aldrei að gera hluti sem mig langaði að gera, eins og að byrja í nýrri íþrótt eða taka þátt í Ungfrú Ísland. Mamma mín sagði við mig: „Ert þú að pæla svona mikið í því hvað aðrir eru að gera? Nei, gerðu það sem þig langar, því þú munt sjá eftir því að gera það ekki.“ Þetta gaf mér kjark til að þora meira og fylgja draumunum mínum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Neyðarlegasta atvikið sem ég hef lent í var þegar ég hélt að ég sæi mömmu mína, hljóp til að knúsa hana – en svo var þetta alls ekki mamma mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get haldið fótbolta á lofti mjög lengi. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er kurteist við alla, sýnir góðvild og hugsar um aðra áður en það gerir eitthvað. En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi er þegar fólk er ókurteist og hugsar bara um sjálfan sig. Hver er þinn helsti ótti? Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég er ekki alveg viss hvar ég verð eftir tíu ár, en ég veit að ég mun vera að gera eitthvað gagnlegt með líf mitt og hjálpa öðrum. Það skiptir mig mestu máli að láta gott af mér leiða. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá dönsku og spænsku. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Set Fire to the Rain eftir Adele. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt Herra Hnetusmjör og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, vegna þess að í gegnum skilaboð getur auðveldlega orðið misskilningur. Það er líka miklu þroskaðri og betri leið til að eiga alvöru samtöl. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst leggja hluta af peningunum til hliðar fyrir framtíðina mína, til dæmis fyrir menntun. Síðan myndi ég gefa hluta fjölskyldunni minni og hluta til góðgerðarmála sem styðja börn og ungmenni, því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef lengi fylgst með keppninni og alltaf langað að sækja um en aldrei þorað. Að þessu sinni steig ég út fyrir þægindarammann minn – og gæti ekki verið þakklátari fyrir það. Hvað ertu búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig – bæði að stíga út fyrir þægindarammann, sýna sjálfsöryggi og kynnast nýjum æðislegum stelpum. Þetta ferli hefur kennt mér hvað sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti og því að allir, óháð kyni eða bakgrunni, hafi jöfn tækifæri. Mér finnst líka mikilvægt að leggja áherslu á andlega heilsu ungmenna, því það er eitthvað sem við þurfum að tala meira um. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera góð fyrirmynd, bera virðingu fyrir öðrum og vera jákvæð. Hún þarf að vera dugleg, sjálfsörugg og tilbúin að nota rödd sína til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur, sýna þeim að það sé mikilvægt að fylgja draumum sínum og treysta á sjálfan sig. Þetta er tækifæri til að láta rödd mína heyrast og gera góðverk í leiðinni. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þær eru allar æðislegar, en ég held að það sem greinir mig frá öðrum keppendum sé að ég er mjög góðhjörtuð og hugsa alltaf mikið um fólkið í kringum mig. Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég held að stærsta vandamálið sé þrýstingurinn sem fylgir samfélagsmiðlum – að líta út á ákveðinn hátt og vera alltaf „fullkominn“. Og hvernig mætti leysa það? Það mætti leysa þetta með því að opna umræðuna meira um raunverulegt sjálfsálit, minna fólk á að enginn er fullkominn og kenna ungum krökkum að takast á við pressu samfélagsmiðla á jákvæðan hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki bara um útlit, heldur um persónuleika, styrk og það að vera fyrirmynd. Þær gefa ungu fólki tækifæri til að vaxa, byggja sjálfstraust og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þetta ferli hefur hjálpað mér svo mikið með feimnina mína og sjálfsöryggi.
Ungfrú Ísland Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið