Ísland land númer 197 Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2025 21:31 Nicolai hefur ferðast til allra landa í heiminum. Vísir/Sigurjón Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai. Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai.
Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira