Leið yfir hana umkringd nöktum konum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. september 2025 17:01 Maríkó Lea er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Maríkó Lea Ívarsdóttir. Aldur: Ég er 17 ára Starf eða skóli: Ég er í Tækniskólanum á hársnyrti- og stúdentsbraut, og ég vinn einnig í Ísbúð Vesturbæjar. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, ákveðin, jákvæð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart er að ég æfði samkvæmisdans frá 3–12 ára. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? 100 prósent mamma mín. Hún veit alltaf hvað á að segja og er alltaf til staðar þegar ég þarf á henni að halda. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig og þær áskoranir sem við höfum þurft að takast á við. Þetta hefur mótað mig sem persónu og gert mig hugrakkari. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að stíga út fyrir þægindarammann minn tel ég vera stór áskorun. Þrátt fyrir erfiðleika og ótta hef ég lært að þetta getur hjálpað mér að vaxa og ná markmiðum mínum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að eiga góða vini og fjölskyldu sem ég get alltaf stólað á. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Klárlega fjölskyldan mín. Hún er alltaf tilbúin að styðja mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst mjög gott að fara í pilates, þar sem ég „zone-a“ alveg út og hætti að hugsa í smá stund. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Mistök eru ekki slæm og alls engin endalok,“ þar sem maður lærir mest af eigin mistökum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar það leið yfir mig í sundklefanum og ég lá á gólfinu umkringd nöktum konum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er nokkuð viss um að hann sé ennþá leyndur fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mjög heillandi þegar fólk er mjög öruggt og opið með sjálft sig. En óheillandi? Þegar fólk dregur aðra niður vegna þess að þeir hafa aðra skoðun. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mína nánustu vini og fjölskyldu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga flott hús, heilbrigða fjölskyldu og starfa sem lögregla. Hvaða tungumál talarðu? Íslenska er mitt móðurmál, en ég get líka talað ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Tartalettur með svínakjöti. Hvaða lag tekur þú í karókí? „Lost Boy“ með Ruth B. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ed Sheeran á tónleikum árið 2019. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samtöl augliti til auglitis. Það er svo mikilvægt að geta skynjað tilfinningar annarra í samskiptum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst og fremst leggja fyrir útborgun í húsnæði og menntun til framtíðar. Ég myndi einnig vilja styðja þau málefni sem mér eru kær. Að lokum myndi ég leyfa mér að gera vel við mig og ferðast til Bali með mínum nánustu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Að sjá stelpur sem vilja efla sjálfstraust sitt og verða fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðina veitir mér innblástur. Mig langar að nota mína eigin rödd til að hvetja ungar stelpur til að fylgja draumum sínum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að vera ég sjálf og að hætta að vera hrædd við að prófa nýja hluti, jafnvel þótt þeir geti verið krefjandi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Þunglyndi og kvíða. Mig langar að sjá meiri ráðgjöf og stuðning og að fólk þori að leita sér hjálpar án þess að finna til skammar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Sjálfsöryggi og ákveðni, því framkoma okkar skiptir miklu máli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil verða betri útgáfa af sjálfri mér og takast á við nýjar áskoranir. Mig langar að nýta þetta tækifæri til að koma á framfæri þeim málefnum sem mér eru kær og til að vera góð fyrirmynd sem hvetur ungar stelpur til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar einstakar á okkar hátt, en það sem greinir mig frá öðrum er sjálfstæði og ákveðni mín. Ég vil stöðugt stíga út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Ég hef verið frekar feimin, en sé það sem tækifæri til að vaxa og styrkja mig sem manneskju. Hver er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Húsnæðisvandinn. Ungt fólk á í erfiðleikum með að flytja að heiman vegna fasteigna- og leiguverðs. Og hvernig mætti leysa það? Með því að draga úr óþarfa gjöldum sem ríkið leggur á verktaka, setja reglur um stöðugt leiguverð og tryggja sanngjarnt húsnæðisverð. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir eiga rétt á sinni skoðun, en það er óþarfi að draga aðra niður fyrir það sem þau hafa ástríðu fyrir. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Maríkó Lea Ívarsdóttir. Aldur: Ég er 17 ára Starf eða skóli: Ég er í Tækniskólanum á hársnyrti- og stúdentsbraut, og ég vinn einnig í Ísbúð Vesturbæjar. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, ákveðin, jákvæð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart er að ég æfði samkvæmisdans frá 3–12 ára. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? 100 prósent mamma mín. Hún veit alltaf hvað á að segja og er alltaf til staðar þegar ég þarf á henni að halda. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig og þær áskoranir sem við höfum þurft að takast á við. Þetta hefur mótað mig sem persónu og gert mig hugrakkari. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Að stíga út fyrir þægindarammann minn tel ég vera stór áskorun. Þrátt fyrir erfiðleika og ótta hef ég lært að þetta getur hjálpað mér að vaxa og ná markmiðum mínum. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að eiga góða vini og fjölskyldu sem ég get alltaf stólað á. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Klárlega fjölskyldan mín. Hún er alltaf tilbúin að styðja mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst mjög gott að fara í pilates, þar sem ég „zone-a“ alveg út og hætti að hugsa í smá stund. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Mistök eru ekki slæm og alls engin endalok,“ þar sem maður lærir mest af eigin mistökum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar það leið yfir mig í sundklefanum og ég lá á gólfinu umkringd nöktum konum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er nokkuð viss um að hann sé ennþá leyndur fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mjög heillandi þegar fólk er mjög öruggt og opið með sjálft sig. En óheillandi? Þegar fólk dregur aðra niður vegna þess að þeir hafa aðra skoðun. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mína nánustu vini og fjölskyldu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga flott hús, heilbrigða fjölskyldu og starfa sem lögregla. Hvaða tungumál talarðu? Íslenska er mitt móðurmál, en ég get líka talað ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Tartalettur með svínakjöti. Hvaða lag tekur þú í karókí? „Lost Boy“ með Ruth B. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ed Sheeran á tónleikum árið 2019. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samtöl augliti til auglitis. Það er svo mikilvægt að geta skynjað tilfinningar annarra í samskiptum. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi fyrst og fremst leggja fyrir útborgun í húsnæði og menntun til framtíðar. Ég myndi einnig vilja styðja þau málefni sem mér eru kær. Að lokum myndi ég leyfa mér að gera vel við mig og ferðast til Bali með mínum nánustu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Að sjá stelpur sem vilja efla sjálfstraust sitt og verða fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðina veitir mér innblástur. Mig langar að nota mína eigin rödd til að hvetja ungar stelpur til að fylgja draumum sínum. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að vera ég sjálf og að hætta að vera hrædd við að prófa nýja hluti, jafnvel þótt þeir geti verið krefjandi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Þunglyndi og kvíða. Mig langar að sjá meiri ráðgjöf og stuðning og að fólk þori að leita sér hjálpar án þess að finna til skammar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Sjálfsöryggi og ákveðni, því framkoma okkar skiptir miklu máli. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vil verða betri útgáfa af sjálfri mér og takast á við nýjar áskoranir. Mig langar að nýta þetta tækifæri til að koma á framfæri þeim málefnum sem mér eru kær og til að vera góð fyrirmynd sem hvetur ungar stelpur til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar einstakar á okkar hátt, en það sem greinir mig frá öðrum er sjálfstæði og ákveðni mín. Ég vil stöðugt stíga út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Ég hef verið frekar feimin, en sé það sem tækifæri til að vaxa og styrkja mig sem manneskju. Hver er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Húsnæðisvandinn. Ungt fólk á í erfiðleikum með að flytja að heiman vegna fasteigna- og leiguverðs. Og hvernig mætti leysa það? Með því að draga úr óþarfa gjöldum sem ríkið leggur á verktaka, setja reglur um stöðugt leiguverð og tryggja sanngjarnt húsnæðisverð. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir eiga rétt á sinni skoðun, en það er óþarfi að draga aðra niður fyrir það sem þau hafa ástríðu fyrir.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
„Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30
Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”