„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2025 15:09 Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri segir að rætt hafi verið við starfsfólk N1 sem átti hlut að máli, og skerpt á verklagi. Vísir/Vilhelm Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“ Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“
Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira