Borgin leggur bílstjórum línurnar Árni Sæberg skrifar 24. september 2025 16:55 Frá gildistöku ákvæðisins verður ráð að vanda sig þegar bílnum er lagt. Ökumenn þessara bíla virðast hafa staðið sig með prýði og tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira