Borgin leggur bílstjórum línurnar Árni Sæberg skrifar 24. september 2025 16:55 Frá gildistöku ákvæðisins verður ráð að vanda sig þegar bílnum er lagt. Ökumenn þessara bíla virðast hafa staðið sig með prýði og tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í greinargerð með tillögunni, sem rituð er af deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg, segir að í reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra segi að bifreiðastæði séu merkt með hvítum eða bláum 100 millimetra óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skuli það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Í umferðarlögum sé hins vegar hvorki að finna skilgreiningu á hugtakinu bifreiðastæði né ákvæði um merkingar slíkra stæða eða skyldu ökumanns til að leggja innan afmarkaðs stæðis. Heimilt að sekta „Af þeim sökum hefur Bílastæðasjóður ekki lögvarða heimild til að leggja á stöðubrotsgjald í þeim tilvikum þegar ökutæki er lagt utan afmarkaðra stæða. Með framlagðri tillögu er því stefnt að því að veita Bílastæðasjóði skýra og ótvíræða heimild til að leggja gjald á ökutæki sem lagt hefur verið utan yfirborðsmerktra eða afmarkaðra stæða,“ segir í greinargerðinni. Bifreiðastæði í Reykjavík séu almennt merkt með yfirborðsmerkingum, eða öðrum hætti afmörkuð, á milli gatnamóta. Því sé með tillögunni lagt til að bifreiðastæði sem verði merkt á götukafla milli gatnamóta, verði afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði. Undanskilin þessari skilgreiningu séu einstaka afmörkuð stæði, svo sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Hafi neikvæð áhrif á akstur viðbragðsaðila Víða í borginni hafi myndast hefð fyrir því að leggja bifreiðum þvert á yfirborðsmerkingar og afmörkuð stæði, með öðrum orðum utan þeirra svæða sem sérstaklega hafa verið ætluð og afmörkuð sem bifreiðastæði. Slík lagning geti skapað hættu, bæði fyrir önnur ökutæki sem og fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Því sé talið nauðsynlegt að leggja fram tillöguna. Þá segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar að slík lagning hafi akstur viðbragðsaðila, það er slökkviliðs- og sjúkraflutninga, og geti gert sorphirðufólki erfitt að sinna störfum sínum. Þar segir einnig að sératkvæðið taki gildi þegar auglýsing um það hafi verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, sem sé eftir um mánuð, og muni gilda á borgarlandi í allri borginni. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn á móti Í fundargerð fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í dag segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi óskað eftir að málinu yrði frestað. Frestunartillaga hafi verið með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Tillagan hafi verið samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi greitt atkvæði gegn tillögunni.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Bílar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira