Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2025 20:00 Jói Fel hóf störf sem matreiðslumaður á Litla Hrauni og Hólmsheiði í maí. „Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. Jói Fel er einn þekktasti kokkur og bakari landsins og heldur úti netmatreiðslubókinni Eldabaka.is. Hann býr í dag í Hveragerði ásamt unnustu sinni, Kristínu Evu Sveinsdóttur, sem starfar sem forstöðukona á Litla Hrauni. Á Litla-Hrauni starfa um 70 manns og á Hólmsheiði um 30, en fangarnir eru alls um 130 talsins. Eldhúsið á Litla-Hrauni sér um matseld fyrir báða staðina. Margir fangar elda sjálfir á almennum deildum, á meðan aðrir fá matarbakka frá eldhúsinu. „Það er reynt eftir fremsta megni að hafa matinn fjölbreyttan og næringaríkan, enda þurfa margir stundum að sinna erfiðisvinnu. Alltaf er boðið upp á salatbar, ávexti, skyr og alls konar mjólkurvörur. Á morgnana er hafragrautur og auðvitað er alltaf til kex og snarl allan daginn,“ segir Jói. Íslensk kjötsúpa og alþjóðlegir réttir Þegar kemur að vikumatseðlinum er fiskur á boðstólum tvisvar í viku og reynt að bjóða upp á meira en bara soðna ýsu. „Við bjóðum meðal annars fisk í raspi, plokkfisk, lax og risarækjur. Auk þess reynum við að bæta fjölbreytni með alþjóðlegum réttum, til dæmis kóreskum kjúklingapítum og indversku lambakjöti með nanbrauði. Þegar íslenskt lambakjöt er á boðstólum ríkir alltaf mikil ánægja, hvort sem það eru góðar steikur með úrvals sósum og meðlæti eða hin sívinsæla kjötsúpa,“ segir hann. Í sumar hefur maturinn verið afar fjölbreyttur, og þá hefur Jói notað gamla súrinn sinn til að baka súrdeigsbrauð sem hefur notið mikilla vinsælda. „Það er enginn einn réttur sem er uppáhald allra, en fangar hafa kvartað yfir að skammtarnir séu of litlir. Við brugðumst fljótt við og fyllum nú bakkana vel – í dag eru allir mjög ánægðir með matinn,“ segir Jói. Erlendir fangar forvitnir um íslenskar matarvenjur Áhugi fanganna á eldamennsku er mikill, bæði á Litla-Hrauni og Hólmsheiðinni. „Ég hef fengið mikið lof og er alltaf spurður hvort ég komi ekki fljótt aftur með eitthvað nýtt. Það tekur þó langan tíma að heimsækja alla gangana þar sem fangar elda sér mat,“ segir hann. Þá hefur hann einnig verið mikið á Hólmsheiði þar sem hann hefur hann meðal annars heimsótt kvennagangana. „Þar ríkir mikil ánægja, enda eru margar erlendar konur sem hafa gaman af því að sjá og smakka íslenskan mat og kökur,“ segir Jói. Jói hefur einnig starfað í opnum fangelsum þar sem fangarnir sjá sjálfir um matseld fyrir sig og starfsfólkið. „Aðstæður þar eru allt aðrar – fangarnir elda allan mat sjálfir og góður matur er á borðum alla daga,“ bætir hann við. Hér má sjá nokkra rétti sem hafa verið á boðstólum fangelsanna í sumar. Risarækjur með pasta og salati. Steiktur fiskur með salati og brauði. Kjúkingaleggir, franskar, salat og sósa. Plokkfiskur. Kjöbollur með brúnni sósu, hrísgrjónum, rauðkáli og grænum baunum. Kóresk píta og meðlæti. Indverskur réttur. Fangelsismál Matur Hveragerði Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Jói Fel er einn þekktasti kokkur og bakari landsins og heldur úti netmatreiðslubókinni Eldabaka.is. Hann býr í dag í Hveragerði ásamt unnustu sinni, Kristínu Evu Sveinsdóttur, sem starfar sem forstöðukona á Litla Hrauni. Á Litla-Hrauni starfa um 70 manns og á Hólmsheiði um 30, en fangarnir eru alls um 130 talsins. Eldhúsið á Litla-Hrauni sér um matseld fyrir báða staðina. Margir fangar elda sjálfir á almennum deildum, á meðan aðrir fá matarbakka frá eldhúsinu. „Það er reynt eftir fremsta megni að hafa matinn fjölbreyttan og næringaríkan, enda þurfa margir stundum að sinna erfiðisvinnu. Alltaf er boðið upp á salatbar, ávexti, skyr og alls konar mjólkurvörur. Á morgnana er hafragrautur og auðvitað er alltaf til kex og snarl allan daginn,“ segir Jói. Íslensk kjötsúpa og alþjóðlegir réttir Þegar kemur að vikumatseðlinum er fiskur á boðstólum tvisvar í viku og reynt að bjóða upp á meira en bara soðna ýsu. „Við bjóðum meðal annars fisk í raspi, plokkfisk, lax og risarækjur. Auk þess reynum við að bæta fjölbreytni með alþjóðlegum réttum, til dæmis kóreskum kjúklingapítum og indversku lambakjöti með nanbrauði. Þegar íslenskt lambakjöt er á boðstólum ríkir alltaf mikil ánægja, hvort sem það eru góðar steikur með úrvals sósum og meðlæti eða hin sívinsæla kjötsúpa,“ segir hann. Í sumar hefur maturinn verið afar fjölbreyttur, og þá hefur Jói notað gamla súrinn sinn til að baka súrdeigsbrauð sem hefur notið mikilla vinsælda. „Það er enginn einn réttur sem er uppáhald allra, en fangar hafa kvartað yfir að skammtarnir séu of litlir. Við brugðumst fljótt við og fyllum nú bakkana vel – í dag eru allir mjög ánægðir með matinn,“ segir Jói. Erlendir fangar forvitnir um íslenskar matarvenjur Áhugi fanganna á eldamennsku er mikill, bæði á Litla-Hrauni og Hólmsheiðinni. „Ég hef fengið mikið lof og er alltaf spurður hvort ég komi ekki fljótt aftur með eitthvað nýtt. Það tekur þó langan tíma að heimsækja alla gangana þar sem fangar elda sér mat,“ segir hann. Þá hefur hann einnig verið mikið á Hólmsheiði þar sem hann hefur hann meðal annars heimsótt kvennagangana. „Þar ríkir mikil ánægja, enda eru margar erlendar konur sem hafa gaman af því að sjá og smakka íslenskan mat og kökur,“ segir Jói. Jói hefur einnig starfað í opnum fangelsum þar sem fangarnir sjá sjálfir um matseld fyrir sig og starfsfólkið. „Aðstæður þar eru allt aðrar – fangarnir elda allan mat sjálfir og góður matur er á borðum alla daga,“ bætir hann við. Hér má sjá nokkra rétti sem hafa verið á boðstólum fangelsanna í sumar. Risarækjur með pasta og salati. Steiktur fiskur með salati og brauði. Kjúkingaleggir, franskar, salat og sósa. Plokkfiskur. Kjöbollur með brúnni sósu, hrísgrjónum, rauðkáli og grænum baunum. Kóresk píta og meðlæti. Indverskur réttur.
Fangelsismál Matur Hveragerði Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira