Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 15:42 Kristján Loftsson (t.v.) notaði ítrekað enskt blótsyrði sem byrjar á „f“ þegar Carolina Manhusen Schwab, forstjóri 10% for the Ocean, (t.h.) kynnti sig fyrir honum á Umhverfisþingi í dag. Vísir Sænskur fjárfestir sem styrkti gerð heimildarmyndar Davids Attenborough um hafið segir að Kristján Loftsson, hvalveiðimaður, hafi ausið yfir sig fúkyrðum á Umhverfisþingi í dag. Uppákoman hafi ekki verið stórmál en hins vegar taki hann svikabrigls Kristjáns um myndina alvarlega. Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján. Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Annar dagur Umhverfisþings á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hófst á sýningu á styttri útgáfu af heimildarmyndinni „Ocean“ með David Attenborough, breska náttúrufræðingnum dáða, í morgun. Á meðal gesta á þinginu var Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. og helsti hvatamaður hvalveiða á Íslandi til áratuga. Carolina Manhusen Schwab, sænskur fjárfestir sem styrkti gerð myndarinnar, segir Vísi að hún hafi séð Kristján í salnum þegar myndin var sýnd og ákveðið að kynna sig fyrir honum í hléi. Fyrir henni hefði vakað að reyna að kynnast honum sem manneskju lítillega. „Ég trúi því að við höfum öll eitthvað sem við getum deilt á einhvern hátt. Ég hélt að ég gæti náð einhverri mannlegri tengingu við hann,“ segir Manhusen. Kristján hafi hins vegar tekið illa í þá viðleitni hennar. Þegar hún kynnti sig sem forstjóra 10% for the Ocean, regnhlífarsamtaka góðgerðafélaga sem styðja verndun hafsins, og einn bakhjarla myndarinnar hafi hann farið í baklás. „Það var nóg til að hann segði mér að við hefðum logið í gegnum alla heimildarmyndina, að myndefnið hefði allt verið búið til og falsað, að sir David bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda dýra og að ég ætti að rannsaka það. Ég fékk líka mikið af „farðu til fjandans“, sem var áhugavert,“ segir Manhusen en Kristján bölvaði henni á ensku með orðunum „fuck off“. Þá hafi Kristján sagt Manhusen að fara „heim til sín“. Gerði hann einnig athugasemd við að kvikmyndagerðarfólkið hefði ekki frekar drepið hvali á Suðurskautslandinu en að taka myndir af þeim. Manhusen segist ekki hafa borið hvali eða hvalveiðar upp við Kristján að fyrra bragði. Ekki náðist í Kristján strax við vinnslu þessarar fréttar. Virkaði eins og óstöðugur maður Manhusen gerir lítið úr uppákomunni sem hún segir hafa staðið yfir í um tíu mínútur. Hún sé hvorki sár né móðguð. „Þetta var eiginlega ekki móðgandi, sannast sagna. Þetta var bara skrýtið. Þetta virkaði maður sem er svolítið ruglaður, svolítið óstöðugur,“ segir hún. Ásakanir Kristjáns um myndina taki hún aftur á móti grafalvarlega. Teymið sem gerði myndina hafi unnið að henni í fjögur ár, safnað saman gríðarlegu magni myndefnis og vísindamenn hafi farið yfir allar staðreyndir sem koma fram í henni. Að öðrum kosti legði Attenborough hvorki nafn sitt né rödd við hana. „Það er ekkert í þessari heimildarmynd sem stenst ekki vísindalega skoðun,“ segir Manhusen. Manhusen (t.v.) með Ingibjörgu Þórðardóttur við frumsýningu á heimildarmyndinni „Hafinu“ í maí.Aðsend Samtalið segir hún hafa verið súrrealískt. Hana hafi langað til þess að skilja Kristján sem manneskju. „Hann hefði getað talað við mig um hvað sem er. Hundinn sinn, börnin sín, hvert honum finnist gaman að fara í frí. Þetta áttu einlæglega bara að vera samskipti tveggja einstaklinga. Því ef þú hefur áhuga á málefnum loftslags og heilbrigði jarðarinnar þá verðum við að gera okkur grein fyrir að við erum hérna saman og að við verðum að finna leiðir til að vinna saman og að minnsta kosti eiga samskipti. Það var ekki að fara að gerast,“ segir hún um samskiptin við Kristján.
Umhverfismál Hvalveiðar Dýr Tengdar fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01 Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12. maí 2025 20:01
Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Nýjasta mynd Sir David Attenborough, Ocean with David Attenborough, var heimsfrumsýnd í London í gær í viðurvist Sir David, Karls Bretakonungs, fyrrverandi loftslagsfulltrúa Bandaríkjanna John Kerry og mörgum þekktum leikurum og hagsmunaðilum í hafvernd og nýtingu. 7. maí 2025 12:36