Halla á hátíðarsýningu Attenborough Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. maí 2025 20:01 Jasper Smith, framleiðandi, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Toby Nowlan, leikstjóri og Björn Skúlason, eiginmaður forseta glæsileg á hátíðarsýningu Hafsins. Karim Iliya/Kogia Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. Nowlan, leikstjóri myndarinnar, var viðstaddur sýninguna og hélt kraftmikið erindi um mikilvæg skilaboð hennar fyrir sýningu. Halla ávarpaði salinn eftir sýninguna, þakkaði aðstandendum fyrir stórkostlegt verk og ítrekaði mikilvægi umhverfisverndar á landi og í hafinu. Í fréttatilkynningu segir að gestir sýningarinnar hefðu samþykkt eftirfarandi yfirlýsingu með handauppréttingu: „Við, gestir á hátíðarsýningu Hafsins með David Attenborough, í Smárabíói 9. maí 2025, hvetjum Alþingi og ríkisstjórn landsins til dáða við vernd hafsins og lífríkisins sem í því býr. Hafið umhverfis Ísland hefur verið grundvöllur tilveru okkar á þessu skeri frá því að land byggðist, og lögum samkvæmt ber okkur að vernda það. Við styðjum ráðafólk þjóðarinnar í þeirri vegferð að ná markmiði SÞ um verndun að minnsta kosti 30 prósent hafs og lands fyrir árið 2030, sem samþykkt var á COP15 í Montréal árið 2022, og bjóðum ennfremur fram krafta okkar. Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni kveður sérstaklega á um að til að markmiðinu verði náð þurfum við öll að gera það saman og enn fremur að við náum ekki loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins ef við uppfyllum ekki markmiðið um vernd hafsins. Við þurfum að hlúa að uppeldis- og búsvæðum nytjategunda og allrar fæðikeðju þeirra. Svo sem kórallana og kóralrifin, þaraskógana, neðansjávarfjöllin og -hryggina. Þá megum við engan afslátt eða veita undanþágur frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda.Heilbrigði hafsins er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar allra.“ Bakhjarlar þessarar hátíðarsýningar voru Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavinir, NASF og Ungir umhverfisverndarsinnar. Samtökin Last Whaling Station voru sömuleiðis ein af aðal skipuleggjendunum. Myndin er komin í almennar sýningar í Smárabíói en hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðarsýningunni: Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Nowlan brostu breitt.Karim Iliya/Kogia Henry Alexander siðfræðingur var meðal gesta.Karim Iliya/Kogia Ingibjörg Þórðardóttir, einn skipuleggjanda kvöldsins.Karim Iliya/Kogia Listamennirnir og glæsiparið Egill og Guðrún Kolbeinsdóttir skáluðu!Karim Iliya/Kogia Ingibjörg Þórðardóttir og Halla Tómasdóttir fylgdust einbeittar með.Karim Iliya/Kogia Katrín Oddsdóttir lögmaður og Lilja Pálmadóttir athafnakona.Karim Iliya/Kogia Mikill fjöldi fólks var mætt á hátíðarsýninguna.Karim Iliya/Kogia Listamaðurinn Christoph Matt.Karim Iliya / Kogia Björk Brynjarsdóttir brosti í bíói.Karim Iliya/Kogia Sigrún Perla hjá Ungum umhverfissinnum og Toby Nowlan leikstjóri sátt með sýninguna.Karim Iliya/Kogia Katrín Oddsdóttir lögmaður brosti breitt en hún kom að skipulagi sýningarinnar.Karim Iliya/Kogia María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Þorgeir sonur hennar voru meðal gesta.Karim Iliya/Kogia Christoph Matt og Anna Diljá Sigurðardóttir í góðum gír með popp og kók.Karim Iliya/Kogia Einar Pétur Jónsson og Vigdís Birna Sæmundsdóttir í stuði. Karim Iliya/Kogia Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson.Karim Iliya/Kogia Micah Garen, fjölmiðlamaður og heimildamyndagerðarmaður.Karim Iliya/Kogia Jasper Smith, framleiðandi myndarinnar, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Toby Nowlan, leikstjóri og Björn Skúlason, eiginmaður forseta. Karim Iliya/Kogia Sigrún Perla Gísladóttir, frá Ungum umhverfissinnum, stýrði umræðum að sýningu lokinni. Iliya/Kogia Toby Nowlan, leikstjóri Ocean, hélt kraftmikið erindi um mikilvæg skilaboð myndarinnar fyrir sýningu.Iliya/Kogia Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar var meðal þátttakenda í umræðum eftir sýningu.Karim Iliya/Kogia Flottur hópur Ungra umhverfissinna. Karim Iliya/Kogia Bíó og sjónvarp Umhverfismál Hafið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Nowlan, leikstjóri myndarinnar, var viðstaddur sýninguna og hélt kraftmikið erindi um mikilvæg skilaboð hennar fyrir sýningu. Halla ávarpaði salinn eftir sýninguna, þakkaði aðstandendum fyrir stórkostlegt verk og ítrekaði mikilvægi umhverfisverndar á landi og í hafinu. Í fréttatilkynningu segir að gestir sýningarinnar hefðu samþykkt eftirfarandi yfirlýsingu með handauppréttingu: „Við, gestir á hátíðarsýningu Hafsins með David Attenborough, í Smárabíói 9. maí 2025, hvetjum Alþingi og ríkisstjórn landsins til dáða við vernd hafsins og lífríkisins sem í því býr. Hafið umhverfis Ísland hefur verið grundvöllur tilveru okkar á þessu skeri frá því að land byggðist, og lögum samkvæmt ber okkur að vernda það. Við styðjum ráðafólk þjóðarinnar í þeirri vegferð að ná markmiði SÞ um verndun að minnsta kosti 30 prósent hafs og lands fyrir árið 2030, sem samþykkt var á COP15 í Montréal árið 2022, og bjóðum ennfremur fram krafta okkar. Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni kveður sérstaklega á um að til að markmiðinu verði náð þurfum við öll að gera það saman og enn fremur að við náum ekki loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins ef við uppfyllum ekki markmiðið um vernd hafsins. Við þurfum að hlúa að uppeldis- og búsvæðum nytjategunda og allrar fæðikeðju þeirra. Svo sem kórallana og kóralrifin, þaraskógana, neðansjávarfjöllin og -hryggina. Þá megum við engan afslátt eða veita undanþágur frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda.Heilbrigði hafsins er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar allra.“ Bakhjarlar þessarar hátíðarsýningar voru Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Icelandic Wildlife Fund, Hvalavinir, NASF og Ungir umhverfisverndarsinnar. Samtökin Last Whaling Station voru sömuleiðis ein af aðal skipuleggjendunum. Myndin er komin í almennar sýningar í Smárabíói en hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðarsýningunni: Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Nowlan brostu breitt.Karim Iliya/Kogia Henry Alexander siðfræðingur var meðal gesta.Karim Iliya/Kogia Ingibjörg Þórðardóttir, einn skipuleggjanda kvöldsins.Karim Iliya/Kogia Listamennirnir og glæsiparið Egill og Guðrún Kolbeinsdóttir skáluðu!Karim Iliya/Kogia Ingibjörg Þórðardóttir og Halla Tómasdóttir fylgdust einbeittar með.Karim Iliya/Kogia Katrín Oddsdóttir lögmaður og Lilja Pálmadóttir athafnakona.Karim Iliya/Kogia Mikill fjöldi fólks var mætt á hátíðarsýninguna.Karim Iliya/Kogia Listamaðurinn Christoph Matt.Karim Iliya / Kogia Björk Brynjarsdóttir brosti í bíói.Karim Iliya/Kogia Sigrún Perla hjá Ungum umhverfissinnum og Toby Nowlan leikstjóri sátt með sýninguna.Karim Iliya/Kogia Katrín Oddsdóttir lögmaður brosti breitt en hún kom að skipulagi sýningarinnar.Karim Iliya/Kogia María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Þorgeir sonur hennar voru meðal gesta.Karim Iliya/Kogia Christoph Matt og Anna Diljá Sigurðardóttir í góðum gír með popp og kók.Karim Iliya/Kogia Einar Pétur Jónsson og Vigdís Birna Sæmundsdóttir í stuði. Karim Iliya/Kogia Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson.Karim Iliya/Kogia Micah Garen, fjölmiðlamaður og heimildamyndagerðarmaður.Karim Iliya/Kogia Jasper Smith, framleiðandi myndarinnar, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Toby Nowlan, leikstjóri og Björn Skúlason, eiginmaður forseta. Karim Iliya/Kogia Sigrún Perla Gísladóttir, frá Ungum umhverfissinnum, stýrði umræðum að sýningu lokinni. Iliya/Kogia Toby Nowlan, leikstjóri Ocean, hélt kraftmikið erindi um mikilvæg skilaboð myndarinnar fyrir sýningu.Iliya/Kogia Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar var meðal þátttakenda í umræðum eftir sýningu.Karim Iliya/Kogia Flottur hópur Ungra umhverfissinna. Karim Iliya/Kogia
Bíó og sjónvarp Umhverfismál Hafið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira