Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 13:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur. Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur.
Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira