Innlent

Starfs­manna­fundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um starfsmannafund sem boðað var til í morgun hjá flugfélaginu Play. 

Forstjóri félagsins mun hafa boðað til fundarins til að ræða starfsmannamál og þær breytingar sem boðaðar hafa verið í rekstri félagsins. Það vakti athygli í morgun að flugi Play til Parísar var aflýst með kortérs fyrirvara í morgun en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var þar um að ræða veikindi í áhöfn og tengist það ekki með nokkrum hætti starfsmannafundinum.

Í fréttatímanum förum við einnig yfir lykiláherslur í öryggis- og varnarmálum Íslands en tillögur að þeim voru kynntar í morgun. 

Að auki fjöllum við áfram um neyslurými í Reykjavík og fylgjumst með leitinni að morðingja Charlie Kirk, sem enn hefur engan árangur borið.

Í íþróttapakka dagsins er það svo óvæntur sigur Skagamanna á Íslandsmeisturum Blika sem vakti athygli í gærkvöldi. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×