Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2025 19:14 Guðrún Karls Helgudóttir segir kyrrðarstundina í kvöld mikilvæga. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“ Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“
Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent