Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2025 16:00 Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð. Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”