Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. september 2025 08:01 Bart Cameron sest aftur í ritstjórastólinn eftir tuttugu ára fjarveru. Vísir/Anton Brink Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. Eftir að hafa tekið mynd af broslega langri röð ferðamanna sem biðu eftir að gæða sér á pylsu úr pylsuvagni Bæjarins bestu í miðborg Reykjavíkur lá leiðin upp á þriðju hæð á skrifstofur fjölmiðilsins Reykjavík Grapevine. Skrifstofan minnir á heimili, þrjú lítil herbergi þar sem búið var að koma öllu sem þurfti lystilega fyrir. Þeir voru þó nokkrir túristarnir sem vildu gæða sér á pylsu þennan daginn.Vísir/Silja Það var létt andrúmsloft og á veggnum var stór útkrotuð tússtafla þar sem ýmiss konar hugmyndir voru ritaðar. Á skrifstofunni tók á móti mér Bart Cameron, nýr ritstjóri tímaritsins. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Bart er titlaður ritstjóri þess en fyrir tuttugu árum stóð hann í sömu sporum. „Ég flutti hingað upprunalega árið 2003 sem Fullbright fulltrúi og menningarfræðimaður hjá menntamálaráðuneytinu,“ segir Bart eftir að við vorum sest niður á kaffistofu skrifstofunnar, hvort með sinn kaffibollann. Boltinn fór strax að rúlla hjá Bart, og hann var fljótlega bæði farinn að skrifa fyrir tímaritin Iceland Review og Reykjavík Grapevine. „Ég hafði oft verið á skrifstofum Grapevine og var búinn að skrifa skemmtilegar umfjallanir um tónlist og menningu. Ég vann bæði hjá Iceland Review og Grapevine í næstum ár. Þegar leið á sögðust eigendur Grapevine ætla að ráða mig og að ætlunin væri að gera Grapevine að stóru tímariti. Ég hafði minnst á það en var ekki viss hvort það væri hægt, jafnvel þótt Grapevine væri flott tímarit þá var þetta meira bara skemmtilegt áhugamál. En þeir voru vissir um að þeir myndu ná þessu markmiði.“ Ein ljósapera en gott kaffi Reykjavík Grapevine varð fljótt afar vinsælt og var andrúmsloftið allt öðruvísi árið 2005 heldur en það er á skrifstofunni í dag. Bart líkir stemningunni við eins konar félagsheimili frekar en skrifstofu. „Þetta var gaman, en það kom mjög á óvart hversu hratt við urðum öll fræg. Það var ekki eitthvað sem ég var undirbúinn fyrir því ég er venjulega rithöfundur og fólk veit ekki hverjir rithöfundar eru. Grapevine, allir vissu hvað við gerðum,“ segir Bart. „Ég er sammála að þetta hafi verið eins og eins konar félagsheimili en það var eins og ég væri forstöðumaður þess. Ég var kannski úti í horni að skrifa og svo kom ég aftur fram og var alltaf hissa því það var alltaf nýr hópur af fólki sem tók á móti mér.“ Reykjavík Grapevine er nú til húsa í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Anton Brink Það sem hafi skipt sköpum var kaffivélin sem virtist laða að sér fólk úr öllum áttum. „Við áttum kannski ekki flottar tölvur, og á einum tímapunkti var bara ein ljósapera, en við áttum góða kaffivél. Svo þú komst fram, ekkert ljós en samt voru sex mismunandi tónlistarmenn við kaffivélina. Ég var kannski frammi að spjalla við Benna Hemm Hemm, fór inn að skrifa og þegar ég sneri aftur voru meðlimir XXX Rottweiler mættir.“ Á sama tíma og skrifstofur tímaritsins voru eins konar félagsmiðstöð var einnig sífellt álag á starfsfólkinu. „Það gat verið mjög gaman. Kannski því ég er svo fjarri þessu núna tuttugu árum seinna man ég mest eftir skemmtilegu tímunum. Stundum man ég eftir örmögnuninni. Ég man eftir því að hafa fattað að ég hefði ekki sofið í langan tíma,“ segir Bart. Prentsmiðjur Reykjavík Grapevine á þessum tíma voru í Hafnarfirði. Bart og kollegar hans keyrðu ætíð þangað og horfðu á blaðið í prentun. „Svo við vöktum alla nóttina og mættum klukkan sex að morgni til að horfa á blaðið prentast út. Það var allt frekar öfgafullt, en oftast ánægjulegt.“ Þriggja ára pása varð að tuttugu árum Eftir þriggja ára starf hjá tímaritinu hélt Bart hins vegar aftur til Bandaríkjanna með eiginkonu sinni. Hún vildi sjálf fara í nám vestan hafs og taldi hann að kominn væri tími til að taka sér smá pásu frá ritstjórastarfinu þar sem þreytan væri farin að segja til sín. Það sem átti að vera þriggja ára pása varð að tuttugu árum. Lífið sem greinahöfundur tók samt sem áður aftur við og hóf hann fyrst störf hjá tímaritinu Seattle Stranger. Bart tók síðan til starfa hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði með fyrrum hermönnum. Þrátt fyrir að vera fjarri íslenskri grundu missti hann þó ekki tengslin við Reykjavík Grapevine. „Það er sterkt samfélag hérna. Ég vissi hversu örmagnað fólk gat orðið. Þegar ég fór var ég enn þá í lagi en fór að taka eftir því að fólkið sem starfaði hjá okkur, og hjá öðrum tímaritum, var að veikjast. Þau voru að vinna svo rosalega mikið,“ segir hann og heyra má hversu miklar tilfinningar hann ber til samstarfsfélaganna. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda áfram svona nánu samstarfi við Grapevine var út af andlegri heilsu starfsmannanna. Ég vildi að þau væru heilbrigð. Ég vissi að þau myndu halda tímaritinu gangandi, en ég vildi helst að vinum mínum liði vel.“ Lífið breyttist eftir kjör Trumps „Eftir að Donald Trump var kjörinn var ég að ræða við fólkið hérna hjá Grapevine og var að hugsa um hvernig lífið mitt myndi breytast. Ég hafði fengið starf hjá lögfræðistofu í Bandaríkjunum. Einn eigandi Grapevine er lögfræðingur og hann sagði mér að ég ætti ekki að gera það. Ég ætti bara að snúa aftur til Íslands, vinna aftur hjá tímaritinu og komast burt frá umhverfinu sem ég var í,“ segir Bart. „Ég sagði að við hefðum ekki efni á því, tímaritið gæti aldrei greitt mér laun sem myndu gera mér kleift að búa á Íslandi og ég sá ekki hvernig það myndi virka. En eftir að ég sagði eigandanum það bauð hann mér samning daginn eftir. Þetta kom allt á óvart.“ Í stað þess að taka við starfi á lögfræðistofu í Bandaríkjunum sneru Bart og fjölskyldan aftur til Íslands.Vísir/Anton Brink Það var því í annað skipti sem Bart sagði eigendum Grapevine að þeir hefðu ekki efni á því að greiða launin hans og eigendurnir höfðu síðan boðið honum samning sem hann gat ekki neitað. Það sem spilaði einnig inn í voru veikindi íslensku tengdamóður hans og því ákváðu Bart og konan hans að snúa aftur til Íslands, þremur börnum ríkari. „Ég vissi að ég ætlaði að hætta vinna fyrir bandarísk stjórnvöld. Ég gæti farið að gera eitthvað annað, græða pening og vera áfram í Bandaríkjunum eða ég gæti komið heim og séð um fjölskylduna mína fyrir minni pening en nóg til þess að komast af.“ Bart sneri því aftur á skrifstofur Reykjavík Grapevine formlega núna í sumar. Hann segist vera að endurvekja tengsl við fólk hérlendis og kynnast nýju í gegnum starfið sitt. Úr félagsheimilinu í félagsráðgjöf Margir hafa beðið Bart um að endurvekja þessa félagsheimilisstemningu sem var við lýði fyrir tveimur áratugum síðan. „Ég er svo miklu eldri núna, og mikið af athæfinu er ekki eins gagnlegt núna. Við höfum talað um að endurvekja þessa hefð að mennta- og listafólk kíki í heimsókn til okkar. Núna erum við hins vegar að takast á við eins konar vaxtaverk, hvernig við eigum að finna tíma og pláss fyrir slíkt.“ Hann segir að mögulega komi upp slíkt tækifæri til að endurvekja Grapevine-félagsheimilið á einhverjum tímapunkti en segist jafnframt ekki tilbúinn í „gamla brjálæðið.“ Þá hafi þau í raun nú þegar fengið annað hlutverk. „Þetta er ekki lengur eins konar félagsheimili, við erum meira eins og félagsráðgjafar.“ Tímaritið Reykjavík Grapevine er á ensku og því eru margir lesendur þess erlendir ferðamenn eða enskumælandi íbúar Íslands. Við Bart töluðum sjálf saman á ensku en hann segist geta enn spjarað sig á bjagaðri íslensku, að hans mati ekki nægilega vel fyrir heilt viðtal. „Við þurfum að útskýra samhengið fyrir þeim sem tala ensku hér landi. Það eru margir sem tala ensku hérlendis eða eru að læra íslensku og það er erfitt fyrir þá að fylgjast með daglegum fréttum. Margir íslenskir fjölmiðlar fjalla um mál á hverjum degi en samhengið er ekki alltaf til staðar. Svo þegar við fjöllum um mál þurfum við að útskýra af hverju þetta varðar þennan hóp, hvar það passar inn í samfélagið. Það getur tekið langan tíma og við viljum gera því góð skil,“ segir hann. „Við erum ekki að einfalda hlutina. Við viljum ekki gera fólk að lundum, við viljum ekki að þau séu eintóm tákn.“ Bart segir að í stað þess að fólk úr menningarheiminum leiti á skrifstofur tímaritsins líkt og áður sé það frekar núna fólk sem stendur í ströngu við yfirvöld sem lítur við á skrifstofuna. „Það eru margir sem búa hérna sem hafa ekki lært nægilega mikla íslensku eða eru að læra íslensku. Það er fólk sem kemur hingað og er betra í íslensku en ég, en það er kannski lágt viðmið, en þau vita til dæmis ekki hvernig þau eiga að takast á við Útlendingastofnun.“ Hann segir að stundum geti verið erfitt að taka á slíkum málum en þau veiti honum og blaðamönnunum jafnframt innsýn inn í ný málefni sem þau snerta síðan á í tímaritinu. Ímynd tímaritsins hafi breyst að ákveðnu leyti. Það sem áður var tímarit með félagsheimili sem höfuðstöðvar er orðið að mest lesna tímaritinu á ensku á Íslandi. Slíkar breytingar fara ekki fram hjá Bart. „Það að fá að tala við forsætisráðherrann er eitthvað sem okkur dreymdi um áður og núna fengum við langt viðtal við hana.“ Ætlar að endurvekja heiðarleika en fyrst og fremst ástríðu Endurkoma Barts í stöðu ritstjóra Reykjavík Grapevine verður ekki án nýrra áherslna. Hann vill koma á framfæri fleiri röddum, og jafnvel hringja í gamla vini í þeirri von að þeir snúi aftur líkt og hann. „Ég held að stærsta breytingin verði að fá ótrúlega marga sjálfstætt starfandi blaðamenn sem skrifa hjá okkur yfir lengri tíma. Sumar af greinunum sem við birtum tekur fjóra mánuði að skrifa,“ segir hann. „Það gæti komið á óvart hversu mikil vinna fer í að skipuleggja blaðið. Sum álitamál þarf að ræða ítarlega.“ Hann vill líka endurvekja algjöran heiðarleika í fréttaumfjöllun tímaritsins, sem mætti segja að væri eins konar endurspeglun á honum sjálfum. Bart er hreinskilinn maður og segist sjálfur aldrei hætta að spyrja spurninga fyrr en hann er kominn með svör við þeim. Bart vill endurvekja algjöran heiðarleika í menningarumfjöllun tímaritsins.Vísir/Anton Brink „Ég veit að þegar ég var í þessari stöðu síðast unnum við okkur inn traust með heiðarleika. Það sem hjálpaði okkur mest var að ef við fjölluðum um tónlist og tónleika fjölluðum við um það á heiðarlegan hátt. Það kom ef til vill á óvart þegar við fjölluðum um tónleika vina okkar og sögðum að þau hefðu staðið sig illa, svoleiðis gerðist bara ekki í íslenskum fjölmiðlum á þessum tíma. Þannig unnum við okkur inn traust. Það er kannski skrýtið að segja það en tónlistargagnrýni getur unnið inn traust mjög hratt því einhver annar getur athugað strax hvort þú sért að ljúga með því að hlusta á lagið,“ segir hann. „Það er kannski þar sem Grapevine hefur lent í vandræðum í gegnum árin, þegar við hverfum frá algjörri hreinskilni.“ Bart segist þó hika við að gagnrýna hvað forverar hans í starfi tóku sér fyrir hendur en leggur áherslu á að jafnvel ein óheiðarleg umfjöllun geti haft gríðarleg áhrif á traust almennings til fjölmiðilsins. Þá vill hann, sem maður sem elskar tungumál, að leggja áherslu á gleði, kímnigáfu og fegurð enskrar tungu. „Í hvert skipti sem þú skrifar grein þarf að vera eitthvað sem gerir þig glaðan þegar þú lest hana,“ segir Bart. „Ég er gallharður á því við blaðamennina okkar, sem blaðamaður og lesandi sjálfur. Því við þurfum þessa mannlegu tengingu við fólk því þannig virkar tungumálið okkar. Orðalagið þarf að vera spennandi.“ Ástin á sundlaugum Íslands enn til staðar Það er ekki einungis breytt samfélag innan veggja skrifstofu Reykjavík Grapevine sem Bart þarf að venjast, heldur einnig hvernig íslenskt samfélag hefur breyst á síðustu tveimur áratugum. Bart Cameron ritstjóri Reykjavík Grapevine Bart Cameron ritstjóri Reykjavík GrapevineVísir/Anton Brink „Skólarnir hérna eru fullir af gleði og áhugasömum kennurum og skólastjórum sem hefur auðveldað flutningana hingað því börnin mín þurfa auðvitað að læra tungumálið. Þau töluðu ekki mikla íslensku áður en við fluttum hingað,“ útskýrir hann. Annars sé það mun auðveldara að vera enskumælandi íbúi á Íslandi í dag. „Jafnvel eitthvað jafn einfalt og að versla í matinn, það er svo miklu meira af matvörum sem þú getur keypt og þú ert miklu fljótari á kassanum. Í gamla daga þegar ég var hérna, þurfti ég alltaf að bíða svo lengi eftir því að borga því einhver kom alltaf og vildi eina kartöflu en skipti svo um skoðun og þurfti að fara til baka og ná í aðra,“ segir hann kíminn. „Venjulegir hlutir, eins og að kaupa föt og mat, eru miklu auðveldari. Annars, þar sem ég bý hérna núna sem faðir er ég ekki alveg á sama stað og ég var áður. Ég er ekki mikið fyrir næturlífið svo kannski hafa hlutirnir breyst þar og ég hef ekki tekið eftir því. Eitt sem hefur breyst er að ég get farið á bar í hverfinu mínu, Kaffi Vest.“ Það sem hefur ekki horfið er ást Barts á sundlaugum Íslands. Hann reifar áhuga sinn á sundmenningu Íslendinga og dásamar hana. Nýjasta forsíðuviðtal Reykjavík Grapevine má lesa hér. Menning Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Eftir að hafa tekið mynd af broslega langri röð ferðamanna sem biðu eftir að gæða sér á pylsu úr pylsuvagni Bæjarins bestu í miðborg Reykjavíkur lá leiðin upp á þriðju hæð á skrifstofur fjölmiðilsins Reykjavík Grapevine. Skrifstofan minnir á heimili, þrjú lítil herbergi þar sem búið var að koma öllu sem þurfti lystilega fyrir. Þeir voru þó nokkrir túristarnir sem vildu gæða sér á pylsu þennan daginn.Vísir/Silja Það var létt andrúmsloft og á veggnum var stór útkrotuð tússtafla þar sem ýmiss konar hugmyndir voru ritaðar. Á skrifstofunni tók á móti mér Bart Cameron, nýr ritstjóri tímaritsins. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Bart er titlaður ritstjóri þess en fyrir tuttugu árum stóð hann í sömu sporum. „Ég flutti hingað upprunalega árið 2003 sem Fullbright fulltrúi og menningarfræðimaður hjá menntamálaráðuneytinu,“ segir Bart eftir að við vorum sest niður á kaffistofu skrifstofunnar, hvort með sinn kaffibollann. Boltinn fór strax að rúlla hjá Bart, og hann var fljótlega bæði farinn að skrifa fyrir tímaritin Iceland Review og Reykjavík Grapevine. „Ég hafði oft verið á skrifstofum Grapevine og var búinn að skrifa skemmtilegar umfjallanir um tónlist og menningu. Ég vann bæði hjá Iceland Review og Grapevine í næstum ár. Þegar leið á sögðust eigendur Grapevine ætla að ráða mig og að ætlunin væri að gera Grapevine að stóru tímariti. Ég hafði minnst á það en var ekki viss hvort það væri hægt, jafnvel þótt Grapevine væri flott tímarit þá var þetta meira bara skemmtilegt áhugamál. En þeir voru vissir um að þeir myndu ná þessu markmiði.“ Ein ljósapera en gott kaffi Reykjavík Grapevine varð fljótt afar vinsælt og var andrúmsloftið allt öðruvísi árið 2005 heldur en það er á skrifstofunni í dag. Bart líkir stemningunni við eins konar félagsheimili frekar en skrifstofu. „Þetta var gaman, en það kom mjög á óvart hversu hratt við urðum öll fræg. Það var ekki eitthvað sem ég var undirbúinn fyrir því ég er venjulega rithöfundur og fólk veit ekki hverjir rithöfundar eru. Grapevine, allir vissu hvað við gerðum,“ segir Bart. „Ég er sammála að þetta hafi verið eins og eins konar félagsheimili en það var eins og ég væri forstöðumaður þess. Ég var kannski úti í horni að skrifa og svo kom ég aftur fram og var alltaf hissa því það var alltaf nýr hópur af fólki sem tók á móti mér.“ Reykjavík Grapevine er nú til húsa í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Anton Brink Það sem hafi skipt sköpum var kaffivélin sem virtist laða að sér fólk úr öllum áttum. „Við áttum kannski ekki flottar tölvur, og á einum tímapunkti var bara ein ljósapera, en við áttum góða kaffivél. Svo þú komst fram, ekkert ljós en samt voru sex mismunandi tónlistarmenn við kaffivélina. Ég var kannski frammi að spjalla við Benna Hemm Hemm, fór inn að skrifa og þegar ég sneri aftur voru meðlimir XXX Rottweiler mættir.“ Á sama tíma og skrifstofur tímaritsins voru eins konar félagsmiðstöð var einnig sífellt álag á starfsfólkinu. „Það gat verið mjög gaman. Kannski því ég er svo fjarri þessu núna tuttugu árum seinna man ég mest eftir skemmtilegu tímunum. Stundum man ég eftir örmögnuninni. Ég man eftir því að hafa fattað að ég hefði ekki sofið í langan tíma,“ segir Bart. Prentsmiðjur Reykjavík Grapevine á þessum tíma voru í Hafnarfirði. Bart og kollegar hans keyrðu ætíð þangað og horfðu á blaðið í prentun. „Svo við vöktum alla nóttina og mættum klukkan sex að morgni til að horfa á blaðið prentast út. Það var allt frekar öfgafullt, en oftast ánægjulegt.“ Þriggja ára pása varð að tuttugu árum Eftir þriggja ára starf hjá tímaritinu hélt Bart hins vegar aftur til Bandaríkjanna með eiginkonu sinni. Hún vildi sjálf fara í nám vestan hafs og taldi hann að kominn væri tími til að taka sér smá pásu frá ritstjórastarfinu þar sem þreytan væri farin að segja til sín. Það sem átti að vera þriggja ára pása varð að tuttugu árum. Lífið sem greinahöfundur tók samt sem áður aftur við og hóf hann fyrst störf hjá tímaritinu Seattle Stranger. Bart tók síðan til starfa hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði með fyrrum hermönnum. Þrátt fyrir að vera fjarri íslenskri grundu missti hann þó ekki tengslin við Reykjavík Grapevine. „Það er sterkt samfélag hérna. Ég vissi hversu örmagnað fólk gat orðið. Þegar ég fór var ég enn þá í lagi en fór að taka eftir því að fólkið sem starfaði hjá okkur, og hjá öðrum tímaritum, var að veikjast. Þau voru að vinna svo rosalega mikið,“ segir hann og heyra má hversu miklar tilfinningar hann ber til samstarfsfélaganna. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda áfram svona nánu samstarfi við Grapevine var út af andlegri heilsu starfsmannanna. Ég vildi að þau væru heilbrigð. Ég vissi að þau myndu halda tímaritinu gangandi, en ég vildi helst að vinum mínum liði vel.“ Lífið breyttist eftir kjör Trumps „Eftir að Donald Trump var kjörinn var ég að ræða við fólkið hérna hjá Grapevine og var að hugsa um hvernig lífið mitt myndi breytast. Ég hafði fengið starf hjá lögfræðistofu í Bandaríkjunum. Einn eigandi Grapevine er lögfræðingur og hann sagði mér að ég ætti ekki að gera það. Ég ætti bara að snúa aftur til Íslands, vinna aftur hjá tímaritinu og komast burt frá umhverfinu sem ég var í,“ segir Bart. „Ég sagði að við hefðum ekki efni á því, tímaritið gæti aldrei greitt mér laun sem myndu gera mér kleift að búa á Íslandi og ég sá ekki hvernig það myndi virka. En eftir að ég sagði eigandanum það bauð hann mér samning daginn eftir. Þetta kom allt á óvart.“ Í stað þess að taka við starfi á lögfræðistofu í Bandaríkjunum sneru Bart og fjölskyldan aftur til Íslands.Vísir/Anton Brink Það var því í annað skipti sem Bart sagði eigendum Grapevine að þeir hefðu ekki efni á því að greiða launin hans og eigendurnir höfðu síðan boðið honum samning sem hann gat ekki neitað. Það sem spilaði einnig inn í voru veikindi íslensku tengdamóður hans og því ákváðu Bart og konan hans að snúa aftur til Íslands, þremur börnum ríkari. „Ég vissi að ég ætlaði að hætta vinna fyrir bandarísk stjórnvöld. Ég gæti farið að gera eitthvað annað, græða pening og vera áfram í Bandaríkjunum eða ég gæti komið heim og séð um fjölskylduna mína fyrir minni pening en nóg til þess að komast af.“ Bart sneri því aftur á skrifstofur Reykjavík Grapevine formlega núna í sumar. Hann segist vera að endurvekja tengsl við fólk hérlendis og kynnast nýju í gegnum starfið sitt. Úr félagsheimilinu í félagsráðgjöf Margir hafa beðið Bart um að endurvekja þessa félagsheimilisstemningu sem var við lýði fyrir tveimur áratugum síðan. „Ég er svo miklu eldri núna, og mikið af athæfinu er ekki eins gagnlegt núna. Við höfum talað um að endurvekja þessa hefð að mennta- og listafólk kíki í heimsókn til okkar. Núna erum við hins vegar að takast á við eins konar vaxtaverk, hvernig við eigum að finna tíma og pláss fyrir slíkt.“ Hann segir að mögulega komi upp slíkt tækifæri til að endurvekja Grapevine-félagsheimilið á einhverjum tímapunkti en segist jafnframt ekki tilbúinn í „gamla brjálæðið.“ Þá hafi þau í raun nú þegar fengið annað hlutverk. „Þetta er ekki lengur eins konar félagsheimili, við erum meira eins og félagsráðgjafar.“ Tímaritið Reykjavík Grapevine er á ensku og því eru margir lesendur þess erlendir ferðamenn eða enskumælandi íbúar Íslands. Við Bart töluðum sjálf saman á ensku en hann segist geta enn spjarað sig á bjagaðri íslensku, að hans mati ekki nægilega vel fyrir heilt viðtal. „Við þurfum að útskýra samhengið fyrir þeim sem tala ensku hér landi. Það eru margir sem tala ensku hérlendis eða eru að læra íslensku og það er erfitt fyrir þá að fylgjast með daglegum fréttum. Margir íslenskir fjölmiðlar fjalla um mál á hverjum degi en samhengið er ekki alltaf til staðar. Svo þegar við fjöllum um mál þurfum við að útskýra af hverju þetta varðar þennan hóp, hvar það passar inn í samfélagið. Það getur tekið langan tíma og við viljum gera því góð skil,“ segir hann. „Við erum ekki að einfalda hlutina. Við viljum ekki gera fólk að lundum, við viljum ekki að þau séu eintóm tákn.“ Bart segir að í stað þess að fólk úr menningarheiminum leiti á skrifstofur tímaritsins líkt og áður sé það frekar núna fólk sem stendur í ströngu við yfirvöld sem lítur við á skrifstofuna. „Það eru margir sem búa hérna sem hafa ekki lært nægilega mikla íslensku eða eru að læra íslensku. Það er fólk sem kemur hingað og er betra í íslensku en ég, en það er kannski lágt viðmið, en þau vita til dæmis ekki hvernig þau eiga að takast á við Útlendingastofnun.“ Hann segir að stundum geti verið erfitt að taka á slíkum málum en þau veiti honum og blaðamönnunum jafnframt innsýn inn í ný málefni sem þau snerta síðan á í tímaritinu. Ímynd tímaritsins hafi breyst að ákveðnu leyti. Það sem áður var tímarit með félagsheimili sem höfuðstöðvar er orðið að mest lesna tímaritinu á ensku á Íslandi. Slíkar breytingar fara ekki fram hjá Bart. „Það að fá að tala við forsætisráðherrann er eitthvað sem okkur dreymdi um áður og núna fengum við langt viðtal við hana.“ Ætlar að endurvekja heiðarleika en fyrst og fremst ástríðu Endurkoma Barts í stöðu ritstjóra Reykjavík Grapevine verður ekki án nýrra áherslna. Hann vill koma á framfæri fleiri röddum, og jafnvel hringja í gamla vini í þeirri von að þeir snúi aftur líkt og hann. „Ég held að stærsta breytingin verði að fá ótrúlega marga sjálfstætt starfandi blaðamenn sem skrifa hjá okkur yfir lengri tíma. Sumar af greinunum sem við birtum tekur fjóra mánuði að skrifa,“ segir hann. „Það gæti komið á óvart hversu mikil vinna fer í að skipuleggja blaðið. Sum álitamál þarf að ræða ítarlega.“ Hann vill líka endurvekja algjöran heiðarleika í fréttaumfjöllun tímaritsins, sem mætti segja að væri eins konar endurspeglun á honum sjálfum. Bart er hreinskilinn maður og segist sjálfur aldrei hætta að spyrja spurninga fyrr en hann er kominn með svör við þeim. Bart vill endurvekja algjöran heiðarleika í menningarumfjöllun tímaritsins.Vísir/Anton Brink „Ég veit að þegar ég var í þessari stöðu síðast unnum við okkur inn traust með heiðarleika. Það sem hjálpaði okkur mest var að ef við fjölluðum um tónlist og tónleika fjölluðum við um það á heiðarlegan hátt. Það kom ef til vill á óvart þegar við fjölluðum um tónleika vina okkar og sögðum að þau hefðu staðið sig illa, svoleiðis gerðist bara ekki í íslenskum fjölmiðlum á þessum tíma. Þannig unnum við okkur inn traust. Það er kannski skrýtið að segja það en tónlistargagnrýni getur unnið inn traust mjög hratt því einhver annar getur athugað strax hvort þú sért að ljúga með því að hlusta á lagið,“ segir hann. „Það er kannski þar sem Grapevine hefur lent í vandræðum í gegnum árin, þegar við hverfum frá algjörri hreinskilni.“ Bart segist þó hika við að gagnrýna hvað forverar hans í starfi tóku sér fyrir hendur en leggur áherslu á að jafnvel ein óheiðarleg umfjöllun geti haft gríðarleg áhrif á traust almennings til fjölmiðilsins. Þá vill hann, sem maður sem elskar tungumál, að leggja áherslu á gleði, kímnigáfu og fegurð enskrar tungu. „Í hvert skipti sem þú skrifar grein þarf að vera eitthvað sem gerir þig glaðan þegar þú lest hana,“ segir Bart. „Ég er gallharður á því við blaðamennina okkar, sem blaðamaður og lesandi sjálfur. Því við þurfum þessa mannlegu tengingu við fólk því þannig virkar tungumálið okkar. Orðalagið þarf að vera spennandi.“ Ástin á sundlaugum Íslands enn til staðar Það er ekki einungis breytt samfélag innan veggja skrifstofu Reykjavík Grapevine sem Bart þarf að venjast, heldur einnig hvernig íslenskt samfélag hefur breyst á síðustu tveimur áratugum. Bart Cameron ritstjóri Reykjavík Grapevine Bart Cameron ritstjóri Reykjavík GrapevineVísir/Anton Brink „Skólarnir hérna eru fullir af gleði og áhugasömum kennurum og skólastjórum sem hefur auðveldað flutningana hingað því börnin mín þurfa auðvitað að læra tungumálið. Þau töluðu ekki mikla íslensku áður en við fluttum hingað,“ útskýrir hann. Annars sé það mun auðveldara að vera enskumælandi íbúi á Íslandi í dag. „Jafnvel eitthvað jafn einfalt og að versla í matinn, það er svo miklu meira af matvörum sem þú getur keypt og þú ert miklu fljótari á kassanum. Í gamla daga þegar ég var hérna, þurfti ég alltaf að bíða svo lengi eftir því að borga því einhver kom alltaf og vildi eina kartöflu en skipti svo um skoðun og þurfti að fara til baka og ná í aðra,“ segir hann kíminn. „Venjulegir hlutir, eins og að kaupa föt og mat, eru miklu auðveldari. Annars, þar sem ég bý hérna núna sem faðir er ég ekki alveg á sama stað og ég var áður. Ég er ekki mikið fyrir næturlífið svo kannski hafa hlutirnir breyst þar og ég hef ekki tekið eftir því. Eitt sem hefur breyst er að ég get farið á bar í hverfinu mínu, Kaffi Vest.“ Það sem hefur ekki horfið er ást Barts á sundlaugum Íslands. Hann reifar áhuga sinn á sundmenningu Íslendinga og dásamar hana. Nýjasta forsíðuviðtal Reykjavík Grapevine má lesa hér.
Menning Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira