Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:24 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fátt hefur verið rætt meira í vikunni en Kastljósþáttur mánudagsins þar sem Snorri mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78 en umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Snorri sagði þar meðal annars að hugmyndafræði hefði grafið um sig í hreyfingu hinsegin fólks þar sem þess væri krafist að fólki trúði því að til væru fleiri en tvö kyn og að líffræðilegir karlar ættu að fá að fara í kvennaklefa. Þetta væri róttæk breyting og skoða þyrfti meint bakslag í því samhengi. Síðan á mánudag hefur fólk keppst við að gagnrýna Snorra á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa þó komið honum til varnar, þá helst samherjar hans í Miðflokknum. Í morgun var greint frá því að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði vaktað heimili Snorra og fjölskyldu í nótt vegna hótana sem honum hefðu borist. Snorri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitast og hefur afþakkað viðtal vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. Hann hefur nú rofið þögnina með færslu á Facebook. Þar segir hann að það sem veki efnislega helst athygli hans sé að jafnan sé lagt út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. „Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli. Sú staðreynd hefur þó ekki dregið úr stóryrðunum, sem sumum er beint að persónu minni og jafnvel fjölskyldu.“ Skoðanabræður þori ekki að tjá sig opinberlega Hann segir að það sé þó aðeins það sem sjáist á á yfirborði samfélagsmiðlanna. Á sama tíma fái hann ekki svarað öllum þeim straumi skilaboða sem honum berist með þökkum fyrir að ræða þessi mál opinskátt og af virðingu. Því fylgi oftar en ekki lína um að sendandinn þori sjálfur ekki að lýsa sinni skoðun opinberlega, né lýsa yfir stuðningi við sjónarmið hans. „Þessi viðbrögð, bæði heilaga vandlætingin en einnig þakklætisbylgjan, gera því ekki annað en staðfesta áhyggjur mínar í viðtalinu af afar viðsjárverðri þöggun sem hefur grafið um sig í okkar samfélagi.“ Lofar að hætta að grípa fram í fyrir þrítugt Snorri segist þó taka einn hluta gagnrýninnar til sín, þann hluta sem snýr að framíköllum hans í Kastljósþættinum. „Mér hefur áður verið bent á að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Þetta er bagalegur ósiður í sjónvarpssal, einn af þeim sem ég lofa hér með formlega að losa mig alfarið við fyrir þrítugt. Ég er annars mættur til starfa. Leit í morgun við á vinnustofu um gervigreind og netöryggi. Þingið er sett í næstu viku. Við erum rétt að byrja!“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Hinsegin Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent