Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 21:40 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps. Aðsend Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. „Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira