„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 18:50 Einar Þorsteinsson þakkaði borgarfulltrúum fyrir samstöðuna eftir að ályktunin var samþykkt. Vísir/Vilhelm Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum. Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum.
Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41