Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 13:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata með samsstarfssamning meirihlutans í höndunum þegar hann var kynntur í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira