Innlent

Ívar leiðir frekari upp­byggingu Húseigendafélagsins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Ívar Halldórsson hefur þegar hafið störf sem framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Ívar Halldórsson hefur þegar hafið störf sem framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Vísir/aðsend

Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húseigendafélaginu þar sem segir að hann muni leiða frekari uppbyggingu félagsins. Hann hefur þegar hafið störf. 

„Við erum afar spennt að fá Ívar til liðs við okkur. Hann hefur reynslu af félagasamtökum sem þessum og mikinn metnað til að koma að uppbyggingu félagsins,“ er haft eftir Hildi Ýr Viðarsdóttur, stjórnarformanni félagsins.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég er spenntur að leggja mitt af mörkum til að styrkja og efla félagið enn frekar á næstu misserum. Húseigendafélagið er mikilvægt hagsmunafélag fyrir fasteignaeigendur á Íslandi. Félagið er meira en 100 ára gamalt og hefur verið öflugt í hagsmunabaráttu fyrir fasteignaeigendur. Hjá félaginu starfar ótrúlega öflugt og faglegt starfsfólk. Þá er stjórn félagsins með mikinn eldmóð og brennur fyrir hag fasteignaeigenda. Ég er spenntur að ganga til liðs við þennan flotta hóp,“ er jafnframt haft eftir Ívari sjálfum í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×