Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 22:54 Ísraelsmenn drápu á fimmtudag forsætisráðherra Ísraelsmanna. AP Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) greina frá útspili Húta í færslu á X en þar er haft eftir Hans Grundberg, sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Jemen, að hann fordæmi „handahófskenndar handtökur“ á starfsfólki SÞ í Sana og Hodeida í dag. Enn fremur fordæmir hann að Hútar hafi ráðist inn í húsnæði SÞ og lagt hald á hluti. Hútarnir fóru meðal annars inn í skrifstofur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og UNICEF, að því er CNN hefur eftir yfirlýsingum stofnananna tveggja sem báðar heyra undir SÞ. „Að minnsta kosti 11 starfsmenn SÞ voru handteknir. Þessar handtökur bætast við þá 23 starfsmenn SÞ sem þegar eru í haldi, sumir allt frá 2021 og 2023, og einn samstarfsfélaga sem lést í haldi fyrr á þessu ári,“ er haft eftir Grundberg. „Þessar aðgerðir hindra verulega umleitanir til að flytja neyðargögn og stuðla að friði í Jemen.“ Hann krefst þess að Hútar, sem njóta stuðnings írönsku klerkastjórnarinnar, sleppi öllu starfsfólki SÞ tafarlaust. „Ég stend með handteknum samstarfsfélögum mínum og fjölskyldum þeirra. Lausn þeirra mun áfram vera forgangsmál fyrir mig og allar Sameinuðu þjóðirnar.“ Jemen Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) greina frá útspili Húta í færslu á X en þar er haft eftir Hans Grundberg, sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Jemen, að hann fordæmi „handahófskenndar handtökur“ á starfsfólki SÞ í Sana og Hodeida í dag. Enn fremur fordæmir hann að Hútar hafi ráðist inn í húsnæði SÞ og lagt hald á hluti. Hútarnir fóru meðal annars inn í skrifstofur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og UNICEF, að því er CNN hefur eftir yfirlýsingum stofnananna tveggja sem báðar heyra undir SÞ. „Að minnsta kosti 11 starfsmenn SÞ voru handteknir. Þessar handtökur bætast við þá 23 starfsmenn SÞ sem þegar eru í haldi, sumir allt frá 2021 og 2023, og einn samstarfsfélaga sem lést í haldi fyrr á þessu ári,“ er haft eftir Grundberg. „Þessar aðgerðir hindra verulega umleitanir til að flytja neyðargögn og stuðla að friði í Jemen.“ Hann krefst þess að Hútar, sem njóta stuðnings írönsku klerkastjórnarinnar, sleppi öllu starfsfólki SÞ tafarlaust. „Ég stend með handteknum samstarfsfélögum mínum og fjölskyldum þeirra. Lausn þeirra mun áfram vera forgangsmál fyrir mig og allar Sameinuðu þjóðirnar.“
Jemen Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira