Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. ágúst 2025 19:00 Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. „Málið telst upplýst, það liggur fyrir játning,“ segir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í raun að skoða aðild annarra aðila en eins og ég segi er þessi aðili sem setið hefur í gæsluvarðhaldi og verið grunaður um verknaðinn hefur játað skipulagningu og verknaðinn.“ Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald rúmum hálfum sólarhring eftir að ránið átti sér stað. Hann er nú kominn í síbrotagæslu vegna fjölda mála hans hjá lögreglu. Hjördís segir að maðurinn hafi oft komið við sögu hjá lögreglunni en hann er einnig grunaður um þjófnað í Hamraborgarmálinu svokallaða og er vitni í Gufunesmálinu. „Það vaknaði strax grunur út frá gögnum sem við öfluðum strax á þriðjudeginum,“ segir Hjördís. Að þetta væri þessi tiltekni maður? „Já,“ svarar hún. „Við hefjumst handa í raun um leið og þjófnaðurinn er tilkynntur. Það er þarna fljótlega seinnipartinn á þriðjudaginn sem við fáum gögn í hendurnar sem renna stoðum undir það að þetta sé aðilinn sem reyndist vera.“ Hjördís sagðist ekki geta farið nánar út í um hvers konar gögn væri að ræða. Allaveganna einn með réttarstöðu sakbornings Kona á fertugsaldri var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaðinum en sá úrskurður rann út í gær. Hjördís segir að enginn sitji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan óskaði eftir að eigendur eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn myndu athuga hvort þar leyndust upptökur af gröfunni sem notuð var við verknaðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu sást bíll konunnar á upptöku úr eftirlitsmyndavél umrædda nótt, nærri því svæði þaðan sem gröfunni var stolið. Er einhver annar með réttarstöðu sakbornings núna? „Já,“ segir Hjördís. Margir? „Nei.“ Mögulega þessi kona? „Ég get ekki tjáð mig frekar um það,“ svarar hún. „Þó að málið teljist upplýst erum við að skoða aðild annarra.“ Keyrðu með hraðbankann í skóflu gröfunnar „Gröfunni var stolið og hún keyrð að hraðbankanum. Hún var notuð til að ná hraðbankanum út. Það var keyrt út fyrir Mosfellsbæ með hraðbankann í skóflu gröfunnar. Þar er hann settur í bíl og keyrt út að tönkunum,“ segir Hjördís um atburðarás þjófnaðsins. Þjófnaðurinn var framinn um fjögur aðfaranótt þriðjudags og fannst grafan rétt fyrir utan Mosfellsbæ seinna um morguninn. Henni var komið aftur í hendur eiganda. Bíllinn sem talið er að hafa verið notaður til að flytja hraðbankann er einnig fundinn en ekki sé um að ræða sendiferðabíl að sögn Hjördísar sem vill ekki tjá sig um hann að öðru leyti. Hraðbankinn fannst við þessa tanka, rétt fyrir ofan lögreglustöð.Vísir/Sigurjón Hraðbankinn fannst síðan við tanka fyrir ofan Hólmsheiði, ekki langt frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið. „Hraðbankinn fannst eftir rannsóknargögnum frá lögreglu. Hann fannst við tankana á Hólmsheiði fyrir ofan Grafarholtið,“ segir Hjördís. „Það er búið að eiga við hann, það er búið að reyna opna hann sýnilega. En hann var lokaður og allir fjármunir í honum ennþá.“ Hjördís segir hraðbankann afar illa farinn en ekki liggi fyrir hvort og þá hvers konar verkfæri hafi verið notuð. Engin verkfæri fundust við hraðbankann. 22 milljónir króna voru inni í harðbankanum sem lögreglan hefur endurheimt. „Útlitið var þannig að við teljum að það hafi töluvert reynt að komast í hann,“ segir hún. „Við getum ekkert fullyrt um það því það voru engin verkfæri á vettvangi, en einhver tæki og tól.“ Hjördís segir að umrætt mál sé fyrsta málið af slíku tagi sem lögreglan á við. „Þjófnaður á hraðbanka með vinnuvél. En það voru náttúrulega miklir fjármunir í hraðbankanum. Við einsettum okkur að finna þann sem bar ábyrgð á verknaðinum og endurheimta fjármunina og það tókst,“ segir Hjördís. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Íslandsbanki Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Málið telst upplýst, það liggur fyrir játning,“ segir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í raun að skoða aðild annarra aðila en eins og ég segi er þessi aðili sem setið hefur í gæsluvarðhaldi og verið grunaður um verknaðinn hefur játað skipulagningu og verknaðinn.“ Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald rúmum hálfum sólarhring eftir að ránið átti sér stað. Hann er nú kominn í síbrotagæslu vegna fjölda mála hans hjá lögreglu. Hjördís segir að maðurinn hafi oft komið við sögu hjá lögreglunni en hann er einnig grunaður um þjófnað í Hamraborgarmálinu svokallaða og er vitni í Gufunesmálinu. „Það vaknaði strax grunur út frá gögnum sem við öfluðum strax á þriðjudeginum,“ segir Hjördís. Að þetta væri þessi tiltekni maður? „Já,“ svarar hún. „Við hefjumst handa í raun um leið og þjófnaðurinn er tilkynntur. Það er þarna fljótlega seinnipartinn á þriðjudaginn sem við fáum gögn í hendurnar sem renna stoðum undir það að þetta sé aðilinn sem reyndist vera.“ Hjördís sagðist ekki geta farið nánar út í um hvers konar gögn væri að ræða. Allaveganna einn með réttarstöðu sakbornings Kona á fertugsaldri var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaðinum en sá úrskurður rann út í gær. Hjördís segir að enginn sitji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan óskaði eftir að eigendur eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn myndu athuga hvort þar leyndust upptökur af gröfunni sem notuð var við verknaðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu sást bíll konunnar á upptöku úr eftirlitsmyndavél umrædda nótt, nærri því svæði þaðan sem gröfunni var stolið. Er einhver annar með réttarstöðu sakbornings núna? „Já,“ segir Hjördís. Margir? „Nei.“ Mögulega þessi kona? „Ég get ekki tjáð mig frekar um það,“ svarar hún. „Þó að málið teljist upplýst erum við að skoða aðild annarra.“ Keyrðu með hraðbankann í skóflu gröfunnar „Gröfunni var stolið og hún keyrð að hraðbankanum. Hún var notuð til að ná hraðbankanum út. Það var keyrt út fyrir Mosfellsbæ með hraðbankann í skóflu gröfunnar. Þar er hann settur í bíl og keyrt út að tönkunum,“ segir Hjördís um atburðarás þjófnaðsins. Þjófnaðurinn var framinn um fjögur aðfaranótt þriðjudags og fannst grafan rétt fyrir utan Mosfellsbæ seinna um morguninn. Henni var komið aftur í hendur eiganda. Bíllinn sem talið er að hafa verið notaður til að flytja hraðbankann er einnig fundinn en ekki sé um að ræða sendiferðabíl að sögn Hjördísar sem vill ekki tjá sig um hann að öðru leyti. Hraðbankinn fannst við þessa tanka, rétt fyrir ofan lögreglustöð.Vísir/Sigurjón Hraðbankinn fannst síðan við tanka fyrir ofan Hólmsheiði, ekki langt frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið. „Hraðbankinn fannst eftir rannsóknargögnum frá lögreglu. Hann fannst við tankana á Hólmsheiði fyrir ofan Grafarholtið,“ segir Hjördís. „Það er búið að eiga við hann, það er búið að reyna opna hann sýnilega. En hann var lokaður og allir fjármunir í honum ennþá.“ Hjördís segir hraðbankann afar illa farinn en ekki liggi fyrir hvort og þá hvers konar verkfæri hafi verið notuð. Engin verkfæri fundust við hraðbankann. 22 milljónir króna voru inni í harðbankanum sem lögreglan hefur endurheimt. „Útlitið var þannig að við teljum að það hafi töluvert reynt að komast í hann,“ segir hún. „Við getum ekkert fullyrt um það því það voru engin verkfæri á vettvangi, en einhver tæki og tól.“ Hjördís segir að umrætt mál sé fyrsta málið af slíku tagi sem lögreglan á við. „Þjófnaður á hraðbanka með vinnuvél. En það voru náttúrulega miklir fjármunir í hraðbankanum. Við einsettum okkur að finna þann sem bar ábyrgð á verknaðinum og endurheimta fjármunina og það tókst,“ segir Hjördís.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Íslandsbanki Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira