Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 15:00 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira