„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 22:44 Jón Steinar vill að rektor Háskóla Íslands verði tafarlaust vikið úr starfi. Vísir/Samsett Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. Hann birti í dag grein á heimasíðu sinni þar sem hann segir það hljóta að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkjaberi þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, meðal annars. Tilefni þessara skrifa var fyrirlestur sem til stóð að hagfræðiprófessorinn Gil Epstein héldi um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Epstein er ísraelskur og starfar við ísraelskan háskóla og því hleyptu mótmælendur fundinum upp og komu í veg fyrir að hann flytti erindi sitt. Ingólfur Gíslason lektor var á meðal mótmælenda. Fyrirlesturinn átti að fara fram fyrr í mánuðinum en síðan þá hefur Silja Bára rektor ekkert tjáð sig um málið. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunarinnar um lífeyrismál (PRICE) sem er háskólastofnun og ber því Háskóli Íslands ábyrgð á skuldbindingum hennar. „Það er að mínu mati aðalmálið að Háskóli Íslands, einhvers konar kjarnastofnun fyrir það að virða tjáningarfrelsi, skuli þegja þunnu hljóði þegar búið er að stöðva með ólátum fyrirlestur sem verið er að flytja á vegum skólans. Ég tel að þetta sé svo skýrt brot á starfi skólans að sá yfirmaður, rektor í þessu tilfelli, segi ekki eitt einasta orð þegar búið er að upplýsa um þetta og enginn ágreiningur er um hvernig þetta gerðist, verði bara að víkja úr starfi. Ætlum við að reka Háskóla Íslands þannig að yfirvöldin þar heimili svona truflanir á ræðuhöldum ef yfirvöldin eru ekki sammála því sem ræðumaður er að segja? Þetta er að mínu mati óboðlegt og Háskóla Íslands ósæmandi,“ segir Jón Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Þögnin sama og stuðningur Hann segir alla málsaðila sammála um málsatvik og því sé erfitt að túlka þögn hennar sem stuðningsyfirlýsingu. „Ég segi bara þögn er sama og samþykki,“ segir Jón Steinar. Var þarna tekin óþarfa áhætta? „Eins og það sé eitthvað athugavert við það að fá mann sem hefur sérþekkingu í þessu efni til að koma og flytja erindi um það. Átti einhver að geta ímyndað sér það að það yrði veist að manninum með þessu, mér liggur við að segja, ofbeldi þegar hann var að flytja þetta erindi?“ segir Jón Steinar þá. „Hér eru menn að reyna að finna réttlætingu eftir á fyrir framferði sem í öllum tilvikum er algjörlega ósamboðin þeim sem starfa í Háskóla Íslands,“ bætir hann við. Menn njóti málfrelsis sama hverrar skoðunar Jón Steinar segir rektor þegar í stað hafa átt að afla upplýsinga hjá þeim sem viðstaddir voru fundinn og í það minnsta áminna þá starfsmenn háskólans sem tóku þátt. Einnig hafi hann átt að láta það koma fram opinberlega að hann vísaði framkomu af þessu tagi til föðurhúsanna. „Við viljum það að menn njóti málsfrelsis alveg sama á hvaða skoðun þeir eru. Það er einmitt oft gott til dæmis þar sem átök eru að það séu tjáningar á báðum hliðum. Það er friðvænlegt að menn tali saman og skiptist á skoðunum. En þetta fólk sem hagar sér svona og þeir eru fleiri en háskólarektor áreiðanlega. Það vill þagga niður í þeim sem það er sjálft ósammála,“ segir hann. Eigum við eftir að sjá meira af þessu? „Það blasir auðvitað við að ef háskólayfirvöld segja ekki orð yfir framkomu af þessu tagi þá munu kannski í framtíðinni einvher sem geðjast það að haga sér svona gera það bara. Vitandi það að yfirvöld háskólans munu ekki gera neinar athugasemdir við það,“ segir Jón Steinar. „Ég vænti þess að það muni koma fram einhver svör því rektornum er varla sætt í embætti ef hann ætlar ekkert að gera í þessu,“ segir hann. Háskólar Ísrael Skóla- og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hann birti í dag grein á heimasíðu sinni þar sem hann segir það hljóta að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkjaberi þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, meðal annars. Tilefni þessara skrifa var fyrirlestur sem til stóð að hagfræðiprófessorinn Gil Epstein héldi um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Epstein er ísraelskur og starfar við ísraelskan háskóla og því hleyptu mótmælendur fundinum upp og komu í veg fyrir að hann flytti erindi sitt. Ingólfur Gíslason lektor var á meðal mótmælenda. Fyrirlesturinn átti að fara fram fyrr í mánuðinum en síðan þá hefur Silja Bára rektor ekkert tjáð sig um málið. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunarinnar um lífeyrismál (PRICE) sem er háskólastofnun og ber því Háskóli Íslands ábyrgð á skuldbindingum hennar. „Það er að mínu mati aðalmálið að Háskóli Íslands, einhvers konar kjarnastofnun fyrir það að virða tjáningarfrelsi, skuli þegja þunnu hljóði þegar búið er að stöðva með ólátum fyrirlestur sem verið er að flytja á vegum skólans. Ég tel að þetta sé svo skýrt brot á starfi skólans að sá yfirmaður, rektor í þessu tilfelli, segi ekki eitt einasta orð þegar búið er að upplýsa um þetta og enginn ágreiningur er um hvernig þetta gerðist, verði bara að víkja úr starfi. Ætlum við að reka Háskóla Íslands þannig að yfirvöldin þar heimili svona truflanir á ræðuhöldum ef yfirvöldin eru ekki sammála því sem ræðumaður er að segja? Þetta er að mínu mati óboðlegt og Háskóla Íslands ósæmandi,“ segir Jón Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Þögnin sama og stuðningur Hann segir alla málsaðila sammála um málsatvik og því sé erfitt að túlka þögn hennar sem stuðningsyfirlýsingu. „Ég segi bara þögn er sama og samþykki,“ segir Jón Steinar. Var þarna tekin óþarfa áhætta? „Eins og það sé eitthvað athugavert við það að fá mann sem hefur sérþekkingu í þessu efni til að koma og flytja erindi um það. Átti einhver að geta ímyndað sér það að það yrði veist að manninum með þessu, mér liggur við að segja, ofbeldi þegar hann var að flytja þetta erindi?“ segir Jón Steinar þá. „Hér eru menn að reyna að finna réttlætingu eftir á fyrir framferði sem í öllum tilvikum er algjörlega ósamboðin þeim sem starfa í Háskóla Íslands,“ bætir hann við. Menn njóti málfrelsis sama hverrar skoðunar Jón Steinar segir rektor þegar í stað hafa átt að afla upplýsinga hjá þeim sem viðstaddir voru fundinn og í það minnsta áminna þá starfsmenn háskólans sem tóku þátt. Einnig hafi hann átt að láta það koma fram opinberlega að hann vísaði framkomu af þessu tagi til föðurhúsanna. „Við viljum það að menn njóti málsfrelsis alveg sama á hvaða skoðun þeir eru. Það er einmitt oft gott til dæmis þar sem átök eru að það séu tjáningar á báðum hliðum. Það er friðvænlegt að menn tali saman og skiptist á skoðunum. En þetta fólk sem hagar sér svona og þeir eru fleiri en háskólarektor áreiðanlega. Það vill þagga niður í þeim sem það er sjálft ósammála,“ segir hann. Eigum við eftir að sjá meira af þessu? „Það blasir auðvitað við að ef háskólayfirvöld segja ekki orð yfir framkomu af þessu tagi þá munu kannski í framtíðinni einvher sem geðjast það að haga sér svona gera það bara. Vitandi það að yfirvöld háskólans munu ekki gera neinar athugasemdir við það,“ segir Jón Steinar. „Ég vænti þess að það muni koma fram einhver svör því rektornum er varla sætt í embætti ef hann ætlar ekkert að gera í þessu,“ segir hann.
Háskólar Ísrael Skóla- og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira