Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 13:50 Nú er unnið að því að fylla Vesturbæjarlaug. Gestum verður hleypt ofan í á morgun. Reykjavíkurborg Vesturbæjarlaug verður opnuð á ný klukkan 6:30 í fyrramálið eftir framkvæmdir síðustu vikna. Eitthvað er þó í að Sundhöll Reykjavíkur opni á ný eftir framkvæmdirnar þar. Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vesturbæjarlaug var lokað fyrir viku síðan eftir að galli á málningarvinnu á laugarbotninum kom í ljós sem olli því að málningin var tekin að flagna af laugarkarinu. Lauginni hafði áður verið lokað vegna viðhaldsframkvæmda í sumar og var opnunni ítrekað frestað en þá hafði verið unnið að því að bæta aðstöðu gesta og endurnýja eldri mannvirki. Laugin var loks opnuð á nýjan leik 19. júlí síðastliðinn og kom það sundlaugargestum því á óvart þegar tilkynnt var upp úr miðjum ágústmánuði að loka þyrfti lauginni á ný. Í færslu á Facebook í dag segir að Vesturbæjarlaug verði opnuð á ný í fyrramálið. „Einnig verður nú hægt að taka á móti gestum í hjólastól og sérklefi mun opna á ný. Við viljum þó minna á að bílastæði fatlaðra eru enn á vinnusvæði og því ekki aðgengileg í bili.“ Að neðan má sjá stöðuna í lauginni en unnið er að því að fylla hana af vatni en enn á svo eftir að jafna hita, klór og kolsýru. Horfa til 1. september Sundhöll Reykjavíkur hefur sömuleiðis verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda og er ljóst að fastagestir hennar þurfa að bíða enn um sinn eftir að heimsækja laugina á ný. Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, segir í samtali við Vísi nú sé stefnt að því að opna á ný eftir slétta viku, það er mánudaginn 1. september. „Við vonumst að sjálfsögðu að það verði hægt að opna fyrr en það verður að koma í ljós. Við ætluðum upphaflega að opna aftur í dag en það dregst eitthvað. Sundhöllin hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhaldsframkvæmda.Reykjavíkurborg Það er enn verið að vinna að ganga frá og við eigum eftir að klára pottana og smá frágang til að hægt sé að fylla þá á ný. Það er auðvitað ofsalega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti fastagestum og öðrum gestum laugarinnar en við vonumst til að vera með betri laug og aðstöðu þegar þeir koma til baka. Og við hlökkum að sjálfsögðu eftir að geta tekið á móti þeim,“ segir Snorri.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Tengdar fréttir Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Tafir hafa orðið á framkvæmdum við Sundhöll Reykjavíkur og verða því einhverjir dagar í að hún verði opnuð á ný. Lauginni var lokað fyrir sléttri viku og stóð upphaflega til að opna hana á ný á mánudaginn. 22. ágúst 2025 15:12