Innlent

Raf­magns­laust í öllum Skaga­firði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tjaldstæðið á Sauðárkróki á fallegum sumardegi. Þar er ekkert rafmagn þessa stundina.
Tjaldstæðið á Sauðárkróki á fallegum sumardegi. Þar er ekkert rafmagn þessa stundina. Lára Halla Sigurðardóttir

Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki.

Á vef Landsnets segir að tryggja þurfi aðstæður og fjarlægja bíl áður en línan verður sett aftur inn. Unnið er að því að koma línunni inn sem fyrst.

Uppfært klukkan 15:16

Rafmagnið er aftur komið á í Skagafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×