Ísland frumstætt samanborið við Noreg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 22:00 Skilyrðin til laxaleitar voru ansi góð. Vísir/Anton Brink Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst. Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst.
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira