Innlent

Norskir kafarar og dular­fullur hraðbankaþjófnaður

Agnar Már Másson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Reiknað er með að Rússlandsforseti og forseti Úkraínu muni funda á næstu tveimur vikum. Forsætisráðherra segist líta raunsætt á stöðuna og segir mikilvægt hvaða fordæmi sé sett með hugsanlegu friðarsamkomulagi fyrir minni þjóðir eins og Ísland.

Norskir kafarar hafa verið við eftirlitsstörf í Haukadalsá nú síðdegis eftir að nokkrir laxar veiddust í ánni sem þóttu bera skýr merki eldislaxa á dögunum. Við verðum í beinni útsendingu frá Dalasýslu með Berghildi Erlu sem hefur fylgst með aðgerðum í dag og ræðum við veiðieftirlitsmann hjá Fiskistofu.

Við verðum á menningarlegum nótum og kíkjum á safn í Vestmannaeyjum, kynnum okkur Njáluhátíðina í Rangárþingi og hittum Bjössa Brunabangsa. Og í sportinu tökum við púlsinn á karlalandsliðinu í körfubolta en í morgun var sagt frá því hvaða tólf leikmenn keppa fyrir Íslands hönd á EM í körfubolta. Sjálf Halla Tómasdóttir forseti Íslands leit við á æfingu og hvatti liðið til dáða.

Og í Íslandi í dag segir Garpur Ingason Elísabetarson frá því þegar hann datt við klifur á súlum í Stöðvarfirði og hélt að lífið væri búið. Við ræðum við Garp um þættina Okkar eigið Ísland, um fjallafíknina og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×