Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2025 14:40 Björgu var fengið að gera föt á forsetann fyrir innsetningarathöfnina en það gafst ekki einu sinin tími fyrir mátun. Þá eru góð ráð dýr. Vísir/Samsett Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. „Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
„Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira