Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2025 14:40 Björgu var fengið að gera föt á forsetann fyrir innsetningarathöfnina en það gafst ekki einu sinin tími fyrir mátun. Þá eru góð ráð dýr. Vísir/Samsett Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. „Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira