Innlent

Strætis­vagnar rákust saman við Borgar­tún

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Við gatnamót neðarlega í Borgartúni.
Við gatnamót neðarlega í Borgartúni. Aðsend

Tveir strætisvagnar rákust saman neðst í Borgartúni um tíuleytið í dag, og lokað hefur verið fyrir umferð um götuna.

Á myndum sem sjónarvottur tók á vettvangi klukkan 10:27 virðast framrúður beggja vagna brotnar, og annar vagninn töluvert beyglaður að framan.

Að sögn sjónvarvotta var lokað fyrir umferð um vestanvert Borgartúnið um hálfellefu leytið. Ekki hefur náðst í lögregluna eða forsvarsmenn Strætó vegna málsins.

Eitthvað er brotið og beyglað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×